Á að leyfa...

...núverandi eigendum að komast upp með að eyðileggja hluta af sögu, ekki bara Reykjavíkur heldur allra Íslendinga???

Hvað eru borgaryfirvöld að hugsa?  Af hverju er þetta dót ekki allt saman bara tekið eignarnámi og minjavernd látin sjá um að koma þessum byggingum og götumynd í upprunalegt horf. 

Ég er nánast alveg 100% sannfærður um að ef framkvæmd yrði skoðanakönnun meðal almennings á því hvað fólk vildi sjá gerast á þessum byggingarreit yrði útkoman sú að meirihluti þátttakenda, í þeirri skoðanakönnun, yrði hlynntur því að húsin yrðu endurbyggð í UPPRUNALEGRI mynd, líkt og gert hefur verið við t.d. gamla "Fógetann" í Aðalstræti.

Þá vil ég, fyrst ég er kominn í ham, leyfa mér að stinga upp á því að lýtin á gamla Íslandsbankahúsinu, sem nú hýsir Héraðsdóm Reykjavíkur og gamla Landsbankahúsinu verði rifin utan af þeim byggingum og þær einnig færðar í upprunalegt horf!!!  Það væri yndisleg gjöf frá Björgólfsfeðgum, til þjóðarinnar, þegar þeir færa höfuðstöðvar Landsbankans í nýtt húsnæði milli Geirsgötu og Hafnarstrætis / Tryggvagötu, að þeir afhendi gömlu höfuðstöðvarnar í upprunalegri mynd, til þjóðarinnar.

Þar sem ég er kominn á flug ætla ég að halda áfram og stinga upp á því að framhliðin á viðbjóðnum, sem er á milli Hótel Borgar og gamla Reykjavíkurapóteksins verði færð í það horf að hún falli að götumynd Pósthússtrætis.

Og hana nú!!!!!!!


mbl.is Austurstræti 22 rifið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Torfusamtökin

Ef einhver alvöru metnaður væri í gangi þættu allar þessar uppástungur meira en sjálfsagðar. Bæði í Berlín og Dresden er nú verið að endurbyggja tugi eða hundruð húsa sem eyðilögðust í stríðinu, sum staðar heilu göturnar. Það er ekkert rangt við það að endurbyggja hús frá þeim tíma þegar götumyndin var heilleg og falleg, Fjalakötturinn er ágætt dæmi um vel heppnað minni um byggingu sem fegraði miðborgina á sínum tíma.

Ég myndi vilja bæta við uppástungurnar, það að Hótel Hekla, sem stóð þar sem hið forljót strætóhús stendur nú við hafnarstræti og Lækjartorg, verði endurbyggt í sinni fallegustu mynd.

Torfusamtökin , 29.8.2007 kl. 22:27

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Algerlega sammála þessari athugasemd.

Svo mætti reyndar halda áfram að spá í hlutina út frá hugmyndum, sem ég heyrði af, um hugmyndasamkeppni um Lækjargötu - ef ég man rétt.  Og stinga þá upp á því að lækurinn verði opnaður og byggður upp, jafnvel eitthvað í líkingu við gamla brunninn í Aðalstrætinu þ.e. að hlaða upp veggi og bot úr íslensku grágrýti og loka svo yfir hann með þykku gleri þ.a. þeir sem leið eigi um götuna geti litið þar niður, líkt og þeir geta ofan í brunninn góða.

Snorri Magnússon, 30.8.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband