Auglýsing...

...fyrir síma??  Hvað á hún skylt við trú, hvaða trú svo sem það er sem hver og einn játar innra með sér - nú eða ekki?

Auglýsingin er afar vel unnin, hugmyndin á bak við hana þrælhugsuð en mótívið er afar smekklaust, gagnvart þeim sem trúa og vilja halda í sína trú í friði fyrir ágengni þeirra, sem lýsa því yfir að þeir trúi ekki.  Mig minnir þó að Jón Gnarr hafi eitt sinn lýst því yfir að hann væri afar trúaður maður en spyr mig nú, eftir að hafa séð þessa auglýsingu, á hvað hann trúi blessaður maðurinn.

Jesú og jafnvel Guð hafa eflaust hið ágætasta skopskyn en það er nú bara einu sinni svo í henni veröld að almennt séð, hvort sem það hefur með trúmál eða eitthvað annað að gera, er ekki gert grín að atburðum sem hafa leitt til dauða fólks - eða hvað??? 

Í ljósi þessa spyr ég, líkt og Biskupinn yfir Íslandi, "Við horfum upp á það að það er, það er ekkert heilagt og hvar endar það?"

Það má svo jafnvel rökræða þá einföldu staðreynd hversu ókurteist það er og dónalegt að vera að nota GSM síma í miðjum máltíðum með kærum vinum sínum og vandamönnum.  Ég held ég myndi nú leyfa mér að meina það að Jesú myndi ekki gera slíkt væri hann uppi á okkar dögum 

Síminn hefði, að mínu mati, betur látið það ógert að ganga þennan veg í auglýsingaherferð sinni fyrir 3G tækninni.


mbl.is Biskup segir nýja auglýsingu Símans smekklausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þessa auglýsingu í sjónvarpinu í gær. Satt að segja finnst mér hún smekklaus. Það er með ólíkindum hvað fólk í fjölmiðla og auglýsingageiranum leyfir sér að traðka á því sem öðrum er mikilvægt og jafnvel heilagt.

Í skjóli málfrelsis telur þetta fólk sig hafa leyfi til að draga næstum hvað sem er niður í skítinn. Ég er ekki að biðja um einhver læti eða yfirgang eins og við höfum orðið vitni að þegar múslimum þykir að sér vegið, en gætum alls velsæmis.

Helgi G (IP-tala skráð) 4.9.2007 kl. 18:56

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Algerlega sammála þér Helgi!!!

Snorri Magnússon, 4.9.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband