Skyldi verða...

...sama uppi á teningunum hér? 

Nú hafa stjórnvöld hér á landi reyndar afgreitt óánægju fangavarða, með laun sín og uppsagnir þeirra, með því að hækka laun þeirra, utan kjarasamninga.  Nú standa lögreglumenn í ströngu, óánægðir með laun sín, starfsskilyrði o.fl., sem aldrei fyrr.  Uppsagnir, að því er fram kemur í fjölmiðlum, í stórum stíl en enginn leikur hjá hinu opinbera.  Væntanlega styttist í óánægju kennara almennt en leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum krafðist fyrir skemmstu launaleiðréttinga og fengu slíkar, þó að tímabundnar séu.

Það verður gaman að fylgjast með málum þegar stjórnvöld vakna af Þyrnirósarsvefni sínum eftir "sumarleyfið" sitt.  Enn fróðlegra verður að fylgjast með vaskri framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Íslands að tryggja öldruðum, öryrkjum og þeim sem lægst hafa launin og framfærsluna, það sem sá mæti stjórnmálaflokkur hefur gasprað um í langan tíma!!!

Kannski fer þetta bara allt í sama farið og alltaf hefur verið - þ.e.a.s. það gerist ekki neitt??


mbl.is Gordon Brown leggst gegn því að hækka laun opinberra starfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband