5.12.2007 | 16:30
Enn og aftur...
...bull og vitleysa. Hver trúir því eiginlega að herveldi sendi herflugvélar á loft, hvort sem það er til æfinga, eftirlits eða annars, án þess að þær séu búnar vopnum?? Hver væri þá tilgangurinn með því að hafa þær á lofti á annað borð?? Kannski þær séu búnar öflugum gjallarhornum sem flugmenn vélanna geta gripið til og sagt "óvinveittum" flugvélum að hypja sig í burtu annars verði allir voða voða reiðir.........
Það gildir nákvæmlega sama um herflugvélar og herskip sem eru á eftirlit, hvar sem það eftirlit fer fram. Um borð er flestallur sá búnaður sem þarf til að "afgreiða óvininn"!!! Ef einhver trúir einhverju öðru þá er það bara hans mál...
![]() |
Flugvélar vopnaðar í eftirliti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur þú nokkra hugmynd um það? Ég held að þú vitir bara ekkert um það.
Joseph (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:11
Þú mátt bara halda það sem þú vilt. Ég veit það sem ég veit.
Snorri Magnússon, 12.12.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.