Það er...

...hreint alveg með ólíkindum að Íslendingar skuli ekki einu sinni geta orðið sammála um að mótmæla því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu.  Við getum ekki einu sinni orðið sammála um það að við teljum okkur órétti beitt sem þjóð.  Við getum ekki einu sinni sammælst um hið augljósa. 

Nei við þurfum að rembast, hvert í okkar horni í einstaklingsmótmælum.  Hvort sem það er hópurinn, sem safnast hefur saman á Austurvelli laugardag, eftir laugardag, undanfarna mánuði, eða svokallaðir aktivistar (sem lítið gera annað en að skemma eigur almennings og þar með auka á skuldir þjóðarbúsins, þó ekki væri nema gegn sjálfu sér), hópurinn sem safnast saman ýmist í Iðnó eða Háskólabíó til að hlusta á ræðuhöld, nú eða kverúlantar eins og ég sem hamra á lyklaborðið og blogga um fréttir liðinna tíma.  Íslendingar eru með ólíkindum!

SAMSTAÐA er það sem þarf núna.  SAMSTAÐA er það sem mun koma okkur upp úr hjólförum aðgerðar- og vonleysis.  SAMSTAÐA er vænleg til árangurs.  SAMSTAÐA um velferð þjóðar.  SAMSTAÐA um grundvallargildi.  SAMSTAÐA um samheldni.  SAMSTAÐA um framþróun.  SAMSTAÐA um hið mannlega framar hinu veraldlega.  SAMSTAÐA um ást og umhyggju.  SAMSTAÐA um leiðir fram á við að markmiðum réttláts samfélags án forréttinda.  SAMSTAÐA um réttlátara samfélag þar sem allir fá að njóta sín án tillits til tekna og eigna.  SAMSTAÐA um umhyggju fyrir hvert öðru.


mbl.is Fundurinn ólöglegur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Auðvitað láta menn óánægju sína í ljós með ýsmum hætti. Það er greinilegt að vinstri sinnar hafa slegið eign sína á mótmælin á Austurvelli, það gerðu þeir strax í upphafi. Svo er önnur hreyfing sem styðst við grímur og ofbeldi. Hver stendur á bak við mótmælafundina í Háskólabíói? Eru það hjónin Wade og Silla eða einhver annar? Ég held að óánægja almennings fari ekki framhjá stjórnvöldum - ráðamenn eru eins og annað fólk, þeir lesa dagblöð, hlusta á fréttir, kíkja á bloggsíður, hitta fólk á förnum vegi osfrv.

Baldur Hermannsson, 18.1.2009 kl. 19:53

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Já og það er hið eðlilegasta mál, að láta í ljós óánægju sína, á stundum sem þeim sem við erum að hökta í gegnum.  Það er rétt hjá þér að það er svolítill vinstri blær á þeim mótmælum, sem hafa verið haldin undanfarna mánuði en þarna hafa þó mætt (niður á Austurvöll) hörðustu hægri menn einnig...  Kannski bara til að fylgjast með, hver veit?

Ofbeldi leysir engan vanda og hefur aldrei gert.  Mér finnst það einnig undarlegt að fólk skuli ekki geta haldið á lofti skoðunum sínum án andlitsleysis.  Óneitanlega veltir maður því fyrir sér, fyrir hvað stendur maður sem er andlitslaus í því sem hann hefur að segja?  Er hann að láta í ljós sínar skoðanir eða einhverra annarra?  Er sá hinn sami, sem leggst niður á það plan að eyðileggja eigur mínar (ég sem skattgreiðandi á t.d. lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem rúður voru brotnar í mótmælum) að láta í ljós andúð sína eða einhverra annarra, ótilgreindra og ónafngreindra einstaklinga??

Það er klárt mál að stjórnvöld þessa lands fylgjast með því sem er að gerast og eru vel meðvituð um áhyggjur fólksins í landinu enda, eins og þú segir Baldur þá lesa þau blöð o.s.frv.  Vandinn er bara sá að þrátt fyrir þessa staðreynd er óþægilega lítið að gerast að því er virðist.

Snorri Magnússon, 18.1.2009 kl. 22:38

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

Veit ekki Snorri, þetta eru fáir menn sem vonlegt er í litlu ríki, en vinna þeir ekki myrkranna á milli - það hef ég heyrt - og uppskera litlar þakkir.

Baldur Hermannsson, 18.1.2009 kl. 22:43

4 Smámynd: Snorri Magnússon

Jú þetta er rétt hjá þér Baldur.

Ég fyrir mitt leyti efast ekki um að ríkisstjórn Íslands sé að vinna í þessum málum af fullum heilindum gagnvart þjóðinni - annað væri í raun landráð. 

Vandinn við þetta allt saman er, eins og ég kom örlítið að í blogfærslunni minni - þó ekki beint, að allir sjálfskipaðir snillingar alheimsins þykjast vita miklu betur hvernig á að gera þessa hluti og snúa við þessari óheillaþróun.  Þetta sést, að mínu mati, í hnotskurn í þeirri vitleysu sem skapast hefur í kringum þessi margföldu og misjöfnu mótmæli.

Ofan á allan þann vanda sem verið er að glíma við um þessar mundir dynja svo á okkur fregnir af því að þessi eða hinn ráðherrann hafi verið að hygla einhverjum með stöðuveitingum o.fl. í þeim dúr en það aftur eflir ekki traust almennings á gjörðum ráðamanna...

Snorri Magnússon, 18.1.2009 kl. 22:50

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Íslendingar gera alltof mikið veður út af stöðuveitingum. Hvernig halda menn að hlutirnir gerist erlendis? Halda menn virkilega að prófgráður skeri úr öllu? Langbest að ráðherrar hafi mikið svigrúm í stöðuveitingum. Nefndir sem þeir hafa sér til ráðgjafar eiga að kanna feril manna og námsgráður, tilgreina hverjir eru hæfir og hverjir ekki - en þær eiga EKKI að raða mönnum niður, þannig að í raun taki þær völdin af ráðherra.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 00:08

6 Smámynd: Snorri Magnússon

Þú hefur ýmislegt til þíns máls en ef lög landsins segja að hlutirnir skuli vera á einn veg þá getur enginn, ekki einu sinni ráðherrar, leyft sér að að hafa hlutina með öðrum hætti. 

Það væri þá miklu nær að breyta lögum landsins í þá veru sem þú nefnir hér að ofan til að koma í veg fyrir þetta vandræðaástand... 

Snorri Magnússon, 19.1.2009 kl. 00:13

7 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er svo aftur alveg rétt. Hins vegar hefur vísustu menn greint á um hvernig þessir nefndir skuli starfa - draga mörk milli hæfra og óhæfra eða raða niður.

Baldur Hermannsson, 19.1.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband