Hvað breytir...

...einhverju ef eitthvað breytist þá á annað borð.  Í þessari frétt er mikill fróðleikur og sennilega líka sannleikur um ástand mála t.d:

"Hann [Chris Turner hjá ING] segir að fjármálamarkaður horfi einkum á þá hættu, sem talin er vera á lánveitingum til Íslands og bati sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslenskum efnahagsmálum."

Nokkru síðar segir m.a:

"Fram kemur að fjárfestar séu afar tortryggnir í garð íslenskra stofnana eftir bankahrunið, sem varð í október en margar fjármálastofnanir hafa tapað miklu fé á falli bankanna.  Þetta leiðir til þess, að lítil sem engin alþjóðleg viðskipti eru með krónuna."

Og:

"Afar fáir bankar vilja taka lánaáhættu gagnvart íslenskum bönkum eins og stendur," segir Turner.  "Þetta kemur í veg fyrir að krónumarkaður myndist utan Íslands."

Og enn nokkru síðar: 

"Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári.  Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák.  Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann."

Vonandi verður allt í lagi þegar fer að sjá út úr öldudalnum þó útlitið sé vissulega afar dökkt, nánast kolsvart.  Ég tel þó næsta víst að það ástand, sem er og hefur verið að skapast í íslenskum stjórnmálum þar sem m.a. má sjá ákveðna stjórnarflokkaþingmenn í stjórnarandstöðu, komi til með að dýpka þessa "kreppu" enn frekar og snarauka á þau vandræði sem við okkur blasa.

Með þessu er ég ALLS EKKI að verja aðgerðir (eða kannski öllu heldur aðgerðarleysi) stjórnvalda enda gengur ekki til lengdar að stjórna með aðferðinni "flýtur á meðan ekki sekkur" eða eins og gjarnan er sagt á fínni útlensku "laissez faire".  Sitthvað um laissez faire stefnuna má lesa hér.

Hér má heldur ekki gleyma hugmyndunum um hinn frjálsa markað (e. free market) en lesa má eitt og annað um hann hér.  

Lýtur allt rosalega vel út á prenti, nákvæmlega eins og svokallaðar "vinstri stefnur" t.d. kommúnisminn.  Það sem hinsvegar gleymist, í öllum þessum "stefnum" - sama í hvað áttir þær virðasta benda - er sú staðreynd að maðurinn býr yfir miklu magni af allskyns löstum, t.d. græðgi, ranglæti, óhófi, grimmd, hefnigirni og undirferli, svo eitthvað sé nefnt.  Mannskepnunni virðist það miklu tamara að temja sér lesti umfram dyggðir s.s. samkennd, réttlæti, hóf, heiðarleika o.s.frv.

Við búum ekki í fullkomnum heimi og munum sennilega aldrei gera en við gætum komist ansi nálægt því ef við temjum okkur dyggðir, góða siði og heiðarleika í samskiptum við alla menn. 

Ef einhverntíma er rétti tíminn til að staldra við og líta til baka yfir farinn veg með það að markmiði að laga það sem aflaga fór þá er sá tími núna.

Lesið einnig www.vald.org

Að síðustu ættu allir Íslendingar, einmitt núna, að lesa "Dýrabæ" (e. Animal Farm) eftir George Orwell.  Lesa má um bókina og hugmyndirnar, sem settar eru fram í henni, hér.


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Krónan styrktist reyndar um heil 4% í vikunni, þar af mest í gær þegar boðað var til kosninga og ljóst var að Geir H. Haarde væri að hætta í stjórnmálum...

Markaðurinn hefur talað!

Guðmundur Ásgeirsson, 24.1.2009 kl. 17:45

2 identicon

Markaðurinn hefur afar lítið sagt, Bofs.  Það er enginn markaður með krónur og gengisskráning seðlabanka Íslands er helmingi lægri en hjá seðlabanka evrópu.  Þeim sáralitlu viðskiptum sem fram fara, og þá eingöngu hér innanlands því enginn heilvita maður myndi versla með krónur, er handstýrt neðan úr Svörtuloftum og gengisvísitalan blygðunarlaust fölsuð eins og gert hefur verið hér á landi um árabil.  Réttast væri að skella krónukvikyndinu á flot strax og taka skellinn núna frekar en að humma það fram af sér í einhverskonar frestunaráráttu bjartsýnisrugli um að hún muni nú kannski vonandi lagast.

Skellurinn verður hrikalegur þegar hún fer á flot, tökum slaginn bara strax.

Illu er best aflokið.

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:45

3 Smámynd: Snorri Magnússon

Skiptum fyrst yfir í gömlu álkrónuna - hún gat þó flotið, nokkrunvegin skammlaust.

Snáfaðu, krónukvikyndi

Snorri Magnússon, 5.2.2009 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband