25.3.2009 | 22:13
Þinn tími...
...er kominn Jóhanna og fjölskyldur þessa lands bíða enn eftir "SKJALDBORGINNI" sem slá átti utan um þær!
Þann 29. janúar s.l. benti ég líka á þá staðreynd að þinn tími væri kominn Jóhanna en síðan þá hef ég EKKERT séð grynnka á skuldum mínum né minna nánustu! Þær hafa frekar hækkað, ALLAR, ef eitthvað er!!
Ég hef EKKERT séð gerast í því að koma böndum á þá sem sigldu hér allt í kaf! Þar hefur frekar borið á því að fleiri fréttir berist af sukki og svínaríi sbr. arðgreiðslur þær sem stjórn HB Granda huggðist greiða eigendum sínum, vegna frábærrar stöðu fyrirtækisins, rétt í kjölfar þess að ASÍ var búið að hvetja til þess - og samþykkja - að samningsbundnum hækkunum launa, ÞEIRRA LÆGST LAUNUÐU, yrði frestað!!
Ég minni á að rétt um mánuður - um 30 dagar af þeim 80 sem þú og þín ríkisstjórn ætluðuð ykkur til að koma hér öllu í lag - er eftir til kosninga!
Þjóðin bíður enn Jóhanna! Heimsbyggðin bíður enn Jóhanna!
Enn og aftur óska ég þér velfarnaðar á þeirri braut sem þú lagðir út á í byrjun árs og enn sér ekki fyrir endann á. Ég bíð enn eftir KRAFTAVERKUM!
Ég minni þig enn á orð þín Jóhanna:
"MINN TÍMI MUN KOMA" en þó kannski frekar á þá einföldu staðreynd að sá tími er hér og nú!!!
PS. ég veit að ég er óvæginn í því sem ég rita hér að ofan en málið er einfaldlega þannig að ég, líkt og margir aðrir þegnar þessa lands, hef varla efni á að bíða lengur, hvað þá að taka á mig frekari skuldbindingar til að bjarga "AUÐMÖNNUM" þessa lands, hvorki í formi hækkaðra skatta né lækkaðra launa til viðbótar við hækkanir allra vísitalna og lána í kjölfar þess!!!
Hafnar flatri niðurfærslu skulda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:15 | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt, en staðreyndin er bara sú að heilög Jóhanna hefur ekkert við sinn tíma að gera, gömul og arfavitlaus og veit ekkert hvað er að gerast í kringum hana. Þetta er mannlegur harmleikur, eins og einn kratakjáninn sagði um annan forðum daga.
Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.