16.8.2009 | 01:30
Ísland er land þitt...!!!
Ísland er land þitt, og ávallt þú geymir
Ísland í huga þér, hvar sem þú ferð.
Ísland er landið sem ungan þig dreymir,
Ísland í vonanna birtu þú sérð,
Ísland í sumarsins algræna skrúði,
Ísland með blikandi norðljósa traf.
Ísland að feðranna afrekum hlúði,
Ísland er foldin, sem lífið þér gaf.
Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir
Íslensk er tunga þín skír eins og gull.
Íslensk er sú lind,sem um æðar þér streymir.
Íslensk er vonin, af bjartsýni full.
Íslensk er vornóttin, albjört sem dagur,
Íslensk er lundin með karlmennskuþor.
Íslensk er vísan, hinn íslenski bragur.
Íslensk er trúin á frelsisins vor.
Ísland er land þitt, því aldrei skal gleyma
Íslandi helgar þú krafta og starf
Íslenska þjóð, þér er ætlað að geyma
íslenska tungu, hinn dýrasta arf.
Ísland sé blessað um aldanna raðir,
íslenska moldin, er lífið þér gaf.
Ísland sé falið þér, eilífi faðir.
Ísland sé frjálst, meðan sól gyllir haf.
- Magnús Þór Sigmundsson / Margrét Jónsdóttir
Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta mál allt saman!!
Lesið www.vald.org
Mun samþykkja ríkisábyrgðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Enn einn flipp flopparinn mættur. Eins og ég sagði einhversstaðar, auðvitað fer þetta í gegn, annað er óhugsandi. Landið hefur verið selt alþjóðabankanum og þar með börn okkar og barnabörn. ESB here we come. Það verður gaman þegar börnin okkar fara að berjast í mið-austurlöndum til að vernda olíuleiðslurnar.
1984 lesist. Aftur og aftur og aftur og þegar því er lokið lesist Brave new world.
Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 19:23
Nákvæmlega.
Lestu þessa blogfærslu mína, ef þú ert þá ekki þegar búinn að því. Lestu líka nokkrar færslur þar á undan...
Snorri Magnússon, 25.8.2009 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.