12.9.2009 | 12:10
Þyrnir...
...í augum stjórnvalda "Guðs eigins lands"!! Þannig er einfaldast að lýsa Hugo Chaves. Hann hefur þráfaldlega neitað að þýðast stjórnvöld í BNA og fyrir það hefur hann uppskorið "útskúfun" þeirra. Eitthvað sem, ég held, að hann hafi nákvæmlega engar áhyggjur af enda hefur það sýnt sig í samskiptum hans við þau stjórnvöld og sömuleiðis í vinfengi hans við aldna byltingarleiðtoga þá Castro bræður á Kúbu t.d.
Það sem veldur manni hinsvegar meiri áhyggjum, hafandi fylgst með hernaðaruppbyggingu BNA í Kosovo (herstöðin Bond Steel í suðurhluta Kosovo sem byggð var af fyrirtæki Dick Chaney - Halliburton) er sú einfalda staðreynd, sem fram kemur í fréttinni að BNA muni senn fá afnot af herbækistöðvum í Kólumbíu.
Þeir sem ekki til þekkja eru hvattir til að kynna sér umsvif hers BNA í rómönsku Ameríku og hvernig þau hafa, í gegnum áratugi, rutt hinum ýmsu lýðræðislega kjörnum leiðtogum og stjórnum þeirra úr vegi til að koma fyrir "meira þóknanlegum" leiðtogum.
Lesið www.vald.org
,,Af hverju ekki skriðdreka?" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.