8.10.2007 | 15:47
Bíðið aðeins við...
...og hvað á svo að gera í þessu? Ekki neitt?? Allir verða bara vinir Villa aftur og hætta að rífast og vera leiðinleg við hvort annað og Villa af því allir sjá svo voðalega mikið eftir því að hafa framkvæmt hlutina eins og alls ekki á að framkvæma þá....
Sjáið bara myndina með þessari frétt. Allir orðnir vinir aftur og reyna að gleyma - og hjálpa okkur að gleyma líka - því ekki vilja þessi blessuð grey fara að koma meirihlutasamstarfinu í uppnám því það gæti jú aftur þýtt það að það þyrfti að fara að kjósa aftur og það gæti aftur haft þær afleiðingar að þessi grey, öllsömul, dyttu nú út úr launuðu nefndunum og ráðunum og stjórnunum og fengju ekki að fara til útlanda á okkar kostnað, og, og, og, og, og.............
Svo skiptir þetta allt líka svo litlu máli því fólkið á peningana og fyrirtækin, sem við ætlum að sameina og reyna svo að selja þ.a. vinir okkar geti keypt þau, fyrir ekki neitt og grætt á tá og fingri og gaukað að okkur nokkrum kúlum við og við..... Stjórnmál á Íslandi!!!!
Fólk er líka svo mikið fífl, allt saman, að það verður búið að gleyma þessu öllu, og öllu hinu líka, þegar kemur að því að þessi grey þurfa að fara að tala við fólkið aftur - svona rétt fyrir kosningar.
Þetta er bara skrípaleikur allt saman!!!
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 12:25
Björn...
...dómsmálaráðherra Bjarnason fer mikinn í skrifum um lögreglu- og fangelsismál á síðu sinni www.bjorn.is og er það vel þar sem hann er jú sá sem ábyrgð á að bera á þessum málum á Landinu Bláa.
Í pistli sínum þann 07 október s.l. kallar hann Guðmund Andra Thorsson og Þráinn Bertelsson "Misvitra álitsgjafa um lögreglu og fangelsi". Vel má vera að það sé satt og rétt og sennilega er þetta bara satt og rétt um alla álitsgjafa að þeir séu misvitrir um öll heimsins málefni. En látum það liggja á mili hluta hér.
Ég rakst á athyglisverða grein í Aftenposten, þeim norska, á netinu þar sem fjallað er um fjölda lögreglumanna á hvern íbúa á Norðurlöndunum en í greininni segir að á Íslandi séu, af öllum Norðurlöndunum flestir lögreglumenn á hvern íbúa, fæstir í Finnlandi, af því að þar hafa menn farið þá leið að láta almenna borgara sinna í auknum mæli verkefnum lögreglu............ Grein Aftenposten er hægt að lesa hér:
http://www.aftenposten.no/english/local/article2032750.ece
Ég ætla rétt að vona að Björn Bjarnason sé ekki að huga að því að fara, í auknum mæli, að láta almenna borgara þessa lands og "einkavini" (í forminu einkavinavæðing) sjá um löggæslu, eins og hann er að ýja að með fangelsin í landinu (orð eru jú til alls fyrst segir einhversstaðar)!!!
Ég verð að segja eins og er - og hætta á það um leið að verða misvitur álitsgjafi - að ég er ekki alveg að skilja hlutverk ríkisvaldsins nú á dögum. Í mínum huga er það hlutverk ríkisins - með aðgangi að þeim skattpeningum sem almenningur (og fyrirtæki þessa lands en þau eru jú samsett öll úr almenningi landins) greiðir - að sjá þegnum landsins fyrir heilsugæslu, menntun (76 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands) og öryggi (VII kafli stjórnarskrárinnar). Flóknara er það nú ekki, í megindráttum!!! Ráðherrar lýðveldisins virðast þó, oft á tíðum, vera annarrar skoðunar sbr. hugleiðingar BB um að skoða möguleikana á því að láta einkaaðila annast, t.d. fangelsismál. Mig minnir einmitt að téður BB hafi beitt sér fyrir einka"vina"væðingu í menntamálum þjóðarinnar með þeim afleiðingum að færri og færri hafa efni á því að nálgast sum grundvallarréttindi sín, sem tryggð eru í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þ.e. menntun.
Snúum okkur aftur að fjölda lögreglumanna sbr. úttekt Aftenposten norska, sem téður BB gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni. Í greininni kemur fram að í Danmörku og Svíþjóð séu annarsvegar 509 og hinsvegar 511 íbúar á hvern lögreglumann og í Noregi 592 íbúar á hvern lögreglumann.
Það er svolítið gaman, oft, að glugga í gömlum bókum og þannig er að ég var að glugga í einni slíkri, sem ég á og heitir því einfalda nafni "Lögreglan í Reykjavík" en bók þessi var gefin út af tilhlutan lögreglustjórnarinnar í Reykjavík árið 1938 með styrk frá bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórninni. Í þessari mjög svo fróðlegu bók segir m.a. frá málinu fræga með rússneska piltinn með augnsjúkdóminn, sem olli því að allt fór á annan endann í henni Reykjavík haustið 1921. Í kjölfarið á því var farið að ræða um fjölda lögreglumanna í bænum (Reykjavík). Var það mál manna að málið með rússneska piltinn "hefði verið leitt viðstöðulaust og fyrirhafnarlítið til lykta ef lögreglan hefði þá verið nægilega vel mönnuð og tólum búin". Bent er á það, í bókinni, að engar almennar reglur séu til um hlutfallið milli íbúatölu og fjölda lögregluþjóna en á það er einnig bent að af 2. gr. laga nr. 92 frá 19 júní 1933 hafi þótt hæfilegt að 1 lögregluþjónn væri fyrir hverja 700 menn í bæjum.
Ég veit ekki betur en að þessi umræða, um fjölda lögreglumanna, búnað o.fl., sé enn í gangi í þjóðfélaginu, nánast algerlega óbreytt og vek athygli á því hér að á því herrans ári 2007, tíu árum eftir stofnun embættis ríkislögreglustjórans, var fyrst að líta dagsins ljós löggæsluáætlun!!!!!!!!!!!!
Á bls. 126 í bókinni góðu er athyglisverð tafla sem sýnir yfirlit yfir fjölda íbúa á hvern lögreglumann frá 1918 til 1929. Árið 1918 voru 1703 íbúar á hvern lögreglumann í Reykjavík en árið 1929 voru 1762 íbúar á hvern lögreglumenn. Staðan hafði því versnað nokkuð á milli þessara ára þó hún hafi t.d. árið 1923 verið þó nokkuð betri eða sem svaraði 1343 íbúum á hvern lögreglumann. Mér vitanlega hefur ekki, enn þann dag í dag, verið tekin sú ákvörðun af ríkisvaldinu hvert hlutfallið milli lögreglumanna og íbúa skuli vera annarsvegar í borgum og bæjum og hinsvegar í dreifbýli. Á tölum, úr ársskýrslum ríkislögreglustjórans sést að hlutfallið er og hefur verið nokkuð rokkandi. Þannig voru t.d. 272 lögreglumenn í Reykjavík árið 2006 og samkvæmt hagstofu Íslands voru íbúar Reykjavíkur í lok árs 2006 116.642. Það vill segja að það hafi verið 428 íbúar á hvern lögreglumann í Reykjavík í árslok 2006. Mikil breyting frá því sem var árið 1918 en óhætt að fullyrða að verkefnum lögreglu hafi líka fjölgað að sama skapi með gríðarlega auknum bílafjölda, flæði fíkniefna til landsins, auknum fjölda útlendinga í landinu og svo mætti lengi telja. Það verður svo einnig að benda á þá afar einföldu staðreynd að þessir 272 lögreglumenn, sem voru í Reykjavík í lok árs 2006 voru ekki allir að störfum allan sólarhringinn m.a. vegna vaktafría hjá viðkomandi lögreglumönnum, sumarfría, veikinda o.s.fr. Hlutfallslega verður því ástandið í raun miklu verra en tölulegar staðreyndir benda til. Einhverra hluta vegna þori ég ekki að spá mikið í stöðuna eins og hún er í dag hjá sameinuðu embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins - en geri það kannski síðar.
Ljóst er, af lestri bókarinnar, að þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík Jónatan Hallvarðsson notaði tækifærið, við skrif bókarinnar að benda á slök kjör lögreglumanna með orðunum: "Það er ekki hægt að telja, að þetta hafi verið góð launakjör, en það er rétt, að þau voru að fullu sambærileg við þau kjör, sem ríkið bauð hinum lægri starfsmönnum sínum." (bls. 130). Þarna var að vísu verið að vitna til launakjara lögreglumanna í Reykjavík árið 1919 en nokkru seinna segir: "Sá ókostur fylgir alltaf því, ef menn eru lágt launaðir, að þeir, sem svo er um, sitja sig ógjarna úr færi að afla frekari fjár, þegar tækifæri býðst. Það er varla láandi, en mjög svo er líklegt, að það bitni að einhverju leyti á framkvæmd hins fasta starfs. Að því er þjóna löggæzlunnar snertir, er þetta sérstaklega viðsjárvert, vegna þess hve brýn nauðsyn er að þeir ræki starf sitt undandráttarlaust, og eins vegna þess, að staðan getur, ef svo ber undir, haft ýmislegar fjárhagslegar freistingar í för með sér, sem góð launakjör útiloka að mestu. Þetta er mjög fjarri því að vera aðdróttun, heldur er það staðreynd, sem kunn er í öðrum löndum, en sem betur fer ekki hefur bólað á hér." (bls.130 - 131). Ég fullyrði, m.a. af lestri fjölmiðla undanfarið að þessi lélega launastaða lögreglumanna á Íslandi hafi lítið, sem ekkert breyst.
Það vekur líka athygli, við lestur bókarinnar góðu, að hugmyndir BB um varalið lögreglu, sem hann talaði fjálglega fyrir fyrir ekki svo löngu, eru heldur ekki nýjar af nálinni.....en í bókinni segir frá því að skipað hafi verið, samkvæmt ákvæðum ráðuneytisins (dómsmála) allmikið af varamönnum og var því þannig fyrir komið að skipaðir voru 9 flokksforingjar, með föstum launum, sem hver hafði yfir að ráða allt að 15 manna flokki (bls.139)............ Ekkert er nýtt undir sólinni segir einhversstaðar.
Mér finnast skrif Þráins Bertelssonar, um málefni lögreglunnar í landinu - en hann hefur verið iðinn við að skrifa um þau mál - afar góð skrif og skrifuð bæði af innsæi í málefni lögreglunnar og einnig, sem skiptir miklu máli líka, kímni!!!
Björn verður að átta sig á því að menn hljóta að mega tjá skoðanir sínar á prenti án þess að hann þurfi að taka slíkt nærri sér og kalla menn misvitra álitsgjafa. Það eru jú allir misvitrir m.a.s. Björn sjálfur. Set ég svo Amen á eftir efninu hér.................... í bili a.m.k.
22.9.2007 | 11:39
Núna þarf...
Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni og e-töflum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2007 | 14:13
Nefskattur...
...til handa RÚV!! Var það ekki "ORÐIÐ" úr munni menntamálaráðherra? Nefskattur á mig - sem hef ekki val því ég á sjónvarp - til að greiða fyrir bílamunað og bruðl útvarpsstjóra!!
Hvað er hér í gangi?
Það var varla búið að færa RÚV úr annarri hendi ríkisvaldsins, yfir í hina í ohf-ingu þegar búið var að versla bíl fyrir vesalings karlinn, sem "Hefur mjög einfaldan smekk og velur aðeins það besta" að sjálfsögðu!!
Í grunninn kemur mér það ekkert við hvaða bíl útvarpsstjóri ekur um á, svo framarlega að sá bíll sé ekki keyptur fyrir mína peninga og skráður á RÚV ohf!! Það hinsvegar kemur mér við ef þetta er á hinn veginn, sem mig rennir í grun um að sé!!
Nú get ég ekki annað en spurt:
- Hver á hlutaféð í RÚV ohf?
- Hver fer með eignarhaldið á hlutafé í RÚV ohf?
- Voru þessi útgjöld, af almannafé, gerð með samþykki þeirra sem fara með hluthafavald í RÚV ohf?
- Hvers er eftirlitsskyldan með eyðslu fjármuna af reikningum RÚV ohf (gleymum því ekki að hér er um opinbera fjármuni að ræða)?
Að endingu spyr ég hvers vegna ekki sé fjallað um mál þetta í fréttum RÚV ohf? Er þetta kannski ekki frétt að mati fréttastjóra stofnunarinnar? Er sjálfstæðið ekki lengur til staðar?
Hér með segi ég upp "áskrift" minni að og tilvonandi "nefskatti" mínum til RÚV ohf!!! Æi nei ég get það víst ekki því það var ákvörðun Alþingis Íslendinga að ég skyldi, hvort sem mér líkar það betur eða verr skipta við eitthvað hlutafélag úti í bæ!!!!!
11.9.2007 | 13:39
Undarlegar...
....þessar yfirheyrslur Bandaríkjaþings.
Ég velti því fyrir mér af hverju verið sé að "grilla" eina hershöfðingjablók vegna ástandsins í Íraks. Það var ekki hugmynd þessa hershöfðingja að ráðast þarna inn. Það var ekki hugmynd þessa hershöfðingja að þarna hafi átt að vera gjöreyðingarvopn. Það var ekki hugmynd þessa hershöfðingja að fara til vinnu í Írak. Þetta, og meira til, voru allt saman hugmyndir ríkisstjórnar BNA sem ákvað að ráðast til atlögu gegn Írak í þeim tilgangi einum að ná yfirráðum yfir olíulindunum í landinu. Það vita allir, sem vilja vita það og eru ekki með höfuðið það langt og fast uppi í eigin rassgati að þeir sjá hvorki né heyra. Það eina sem þetta hershöfðingjagrey hefur af sér gert er að vera hershöfðingi og þess vegna verið sendur til Íraks til að reyna að ráða fram úr skítamálum annarra!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Það ætti að vera forseti BNA sem verið væri að grilla í þessum yfirheyrslum bandaríkjaþings. Svo mætti halda áfram með varaforsetann og taka síðan koll af kolli vinahóp Bush fjölskyldunnar eins og hann leggur sig.
Hún er nefnilega undarlega tík, þessi pólitík en hún hugsar hinsvegar vel um sjálfa sig og vini sína - eins og ég hef áður sagt...
Demókratar gagnrýna Petraeus harðlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2007 | 21:09
Maðkað...
...mjöl, enn eina ferðina, í korngeymslum stórveldanna!!!! Fréttir sem þessar koma þeim ekki á óvart sem eitthvað vita í sinn haus um ástandið á Balkanskaganum og hvernig það hefur þróast í gegnum aldirnar og þá sérstaklega í kringum sundurlimun fyrrverandi Júgóslavíu. Það vita það jú allir að Þjóðverjar hafa, um aldir, verið hliðhollir Króötum, Rússar Serbum og Bandaríkjamenn svona dinglað utan í íslömskum þjóðarbrotum s.s. Bosníökum í Bosníu og Herzegovínu og víðar um Balkanskagann. Bretar, og Frakkar stundum með, hafa því, óhjákvæmilega - á einhvern illa skiljanlegan hátt - hangið í pilsfaldinum á Bandaríkjamönnum (Frakkar hafa verið þjóða duglegastir innan NATO samstarfsins að handsama "stríðsglæpamenn" Serba víða um Balkanskagann og þó helst í Bosníu og Herzegovínu).
Athyglisverð lesning, fyrir þá sem vilja vita meira um ástandið þarna eru eftirtaldar bækur:
- "Srebrenica - Record of a war crime" eftir Jan Willem Honig og Norbert Both ISBN 0-14-026165-6
- "Kosovo Crossing - The reality of American intervention in the Balkans" eftir David Fromkin ISBN 0-684-86953-5
- "Unfinest Hour - Britain and the destruction of Bosnia" eftir Brendan Simms ISBN 0-140-289-836
Clinton lét undan kröfu Rússa um að Karadzic gengi laus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 16:05
Hvaða...
Skúta í vandræðum vegna vélarbilunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 16:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2007 | 15:23
Olíuverð...
...lækkar í útlöndum. Fréttir af þessum undarlegu atburðum berast alla leið til Íslands og hvað gerist? Ætli eldsneytisverð hækki ekki bara hér? Fljótir að hækka en seinir að lækka - virðist vera kjörorð olíufélaganna hér á landi, sem virðast hafa sömu reiknimeistara í vinnu hjá sér, öll sömul. Ætli það sé sama fyrirkomulag hjá olíufélögunum og er hjá bönkunum, sem hafa reiknistofu bankanna í vinnu hjá sér.
Eru engin súlu-, köku- eða línurit til um þessar hækkanir og lækkanir úti í hinum stóra heimi, sem hægt væri að leggja yfir samskonar rit hér á landi þ.a. fólk geti séð þessar sveiflur svartar á hvítu? Kannski ég skori bara hér með á FÍB að útbúa slík rit, ef þau eru ekki nú þegar til!!
Mikil lækkun á olíuverði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2007 | 14:56
Skyldi verða...
...sama uppi á teningunum hér?
Nú hafa stjórnvöld hér á landi reyndar afgreitt óánægju fangavarða, með laun sín og uppsagnir þeirra, með því að hækka laun þeirra, utan kjarasamninga. Nú standa lögreglumenn í ströngu, óánægðir með laun sín, starfsskilyrði o.fl., sem aldrei fyrr. Uppsagnir, að því er fram kemur í fjölmiðlum, í stórum stíl en enginn leikur hjá hinu opinbera. Væntanlega styttist í óánægju kennara almennt en leikskólakennarar og ófaglært starfsfólk á leikskólum krafðist fyrir skemmstu launaleiðréttinga og fengu slíkar, þó að tímabundnar séu.
Það verður gaman að fylgjast með málum þegar stjórnvöld vakna af Þyrnirósarsvefni sínum eftir "sumarleyfið" sitt. Enn fróðlegra verður að fylgjast með vaskri framgöngu Samfylkingarinnar í ríkisstjórn Íslands að tryggja öldruðum, öryrkjum og þeim sem lægst hafa launin og framfærsluna, það sem sá mæti stjórnmálaflokkur hefur gasprað um í langan tíma!!!
Kannski fer þetta bara allt í sama farið og alltaf hefur verið - þ.e.a.s. það gerist ekki neitt??
Gordon Brown leggst gegn því að hækka laun opinberra starfsmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2007 | 15:53
Afar...
...metnaðarfull tillaga að uppbyggingu miðbæjar Reykjavíkur og vonandi verður það ofan á að þessi leið verði farin.
Það gleður mig að sjá þarna komnar fram hugmyndir um að opna "lækinn" frá tjörninni í átt að sjó. Ég lagði það einmitt til, sem svar við athugasemd við blogfærslu sem ég skrifaði þann 29 ágúst s.l. Þar setti ég fram þá hugmynd að "yfirbyggja" lækinn með gleri þ.a. hægt verði að sjá hann en ekki finna lyktina af honum á góðviðrisdögum.
Ég er sannfærður um að ef farið verður eftir þessari tillögu þá muni glæðast nýtt og betra líf í miðbæinn.
Niðurstöður kynntar í hugmyndaleit um uppbyggingu í Kvosinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2007 kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)