7.9.2008 | 14:51
Erum við...
...ennþá hérna???
Síðasta blog hjá mér fjallaði um eindahraðalinn, sem CERN ætlaði að gangsetja í ágúst mánuði rúmlega 100 metrum undir yfirborði jarðar á landamærum Frakklands og Sviss, nálægt Genf. Þar ætla vísindamenn að ná að skapa ástand sem varði sekúndubrotum eftir miklahvell (Big Bang). Vísindamennirnir viðurkenndu að þeir vissu í raun ekkert hvað myndi gerast á þessu augnabliki en þeir, samt sem áður vonuðust til þess m.a. að finna svokallaða Higgs eind eða "Guðsgenið".
Þegar málið er skoðað nánar (Wikipedia og heimasíða CERN (www.cern.ch)) kemur í ljós að hraðallinn var gangsettur að hluta til 8. - 11. ágúst s.l. en geislun í gegnum allan hraðalinn mun eiga sér stað 10. september n.k, þ.e. næsta miðvikudag. Það verður svo ekki fyrr en eftir 21. október n.k. sem fyrstu háorku árekstrarnir munu eiga sér stað í honum.
Í einni fræðimynd um eindahraðalinn, sem sýnd var á BBC sagði einn vísindamannanna, sem vinna að þessu verkefni þessi fleygu orð: "Science is what we do when we don´t know what we are doing".
Þeir sem vilja lesa meira geta leitað að CERN, Higgs Particle, God gene eða Large Hadron Collider á veraldarvefnum.
Að lokum má geta þess, til gamans, að veraldarvefurinn byrjaði sem verkefni hjá CERN, sem bar heitið "ENQUIRE".
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.6.2008 | 21:04
Með öllu...
...óhugsandi að hraðallinn valdi heimsendi........... Í sömu frétt segir einnig að líkurnar geti talist einn á móti 50 milljónum að gangsetning eindahraðalsins valdi heimsendi. Minni líkur hafa oft talist vænlegar til vinnings úti í hinum stóra heimi, svo ekki sé meira sagt!!!
Sem sagt vísindamennirnir vita, sem oft áður, ekkert hvað þeir eru að gera eða hvaða afleiðingar það getur haft fyrr en að afloknu "fikti"...
Ekki hætta á ragnarökum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2008 | 13:09
Enginn mannlegur máttur...
...bla, bla, bla.
Enn og aftur tala fjármálagúrúar eins og fjármálamarkaðnum sé stjórnað af einhverjum æðri máttarvöldum, sem séu að refsa kaupglöðum almúganum fyrir þá ósvinnu að hann skuli hafa notað peningana sína í að kaupa sér hluti.
Fjármálamarkaðurinn er ekkert annað en tilbúið mannanna verk og lýtur engum öðrum lögmálum en mannanna ákvörðunum og þeirra sem stjórna honum...eða hvað?
"Ég held...og ég held..."
Hvar eru hindurvitnasérfræðingarnir núna?
Hugsið, lesið, skrifið...
Kaupmáttur rýrnar í tvö ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.3.2008 | 22:58
Undarlegt líf...
...þetta fjármálalíf. Fyrir venjulegan launamann á hinum kalda klaka hefur suðið alltaf verið á þá leið að fjármálamarkaðirnir virðast lifa eigin lífi, án atbeina mannanna. Síbyljan, sem skellur á eyrum fólks, er sú að þessi eða hin vísitalan hafi, fyrir einhver óskiljanleg taugaboð sjálfs sín, tekið kippi upp eða niður o.þ.a.l. sé þetta eða hitt á þennan eða hinn veginn.
Nú kveður við annan tón. "Óprúttnir miðlarar" eru komnir með klærnar í litlu sætu íslensku krónuna, sem á sér einskis ills von þar sem hún svamlar í miðju Norður Atlantshafinu, sæt með roða í kinnum og lifir sínu lífi í sjöunda himni (eða kanski fimmtánda himni núna) án tengsla við veruleikann. Hinir "óprúttnu miðlarar" eru að reyna að knésetja þessa elsku, sem hefur dugað okkur svo einstaklega vel allt frá upphafi vega - eða því sem næst.
VAKNIÐ! HUGSIÐ! LESIÐ!
Reynt að brjóta fjármálakerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.3.2008 | 12:12
Áfram...
...Ísland!!!
Þessar fréttir koma engum, venjulegum launamanni, á óvart!!!
Skattabreytingar hafa komið tekjuhærri hópum til góða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.3.2008 | 00:21
Ekki sendiherra...
Björn verður ekki sendiherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2008 | 18:28
Hin mikla...
...arfleifð Framsóknar var til umfjöllunar í pistli Hallgríms Helgasonar undir fyrirsögninni "Engin bylting á Íslandi" á bls. 18 í Fréttablaðinu í dag (08. mars 2008). Hann ræddi þar aðeins um húsnæðislánið sitt og hvaða áhrif verðtrygging lána hefur á það lán og hvernig það virðist bara hækka og hækka, sama hversu mikið greitt er af því. Mjög fróðleg lesning og skemmtilegur pistill, sem ég mæli með að fólk lesi enda flestir Íslendingar staddir í svipuðum sporum og Hallgrímur með afborganir sínar af húsnæðislánunum. Jafnmargir sjálfsagt einnig, sem velt hafa fyrir sér þessari verðtryggingu.
Það eru kannski færri sem vita af því að heiðurinn að blessaðri verðtryggingunni á fyrrverandi forsætisráðherra landsins og formaður Framsóknarflokksins, Ólafur Jóhannesson heitinn, sem lagði fram frumvarp forsætisráðherra til laga um stjórn efnahagsmála o.fl, sem þingskjal nr. 453 hinn 15. mars 1979, sem síðar varð að lögum nr. 13/1979. Feril málsins á Alþingi, sem og frumvarpið og athugasemdir með því og lögin sjálf má skoða hér http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=100&mnr=230 Það er oft fróðlegt að lesa athugasemdir með frumvörpum til laga og skoða síðan hvernig inntak laganna, þegar þau voru smíðuð og lögð fram, breytist í tímanna rás, í eitthvað allt annað en lagt var af stað með - og þá kannski sérstaklega á tæpum þrjátíu árum eins og liðin eru frá því þessu illgresi nr. 13/1979 var sáð, af hinu háa Alþingi, í garða þegna þessa lands.
Það var líka gaman að lesa pistil Jens Guð frá 7. mars s.l. en þar er að finna uppskrift að spennandi sjávarrétti, sem hann ráðleggur landsmönnum að prófa og vísar hann jafnframt til annarrar arfleifðar blessaðrar Framsóknar þ.e. kvótakerfisins í fiskveiðum. Uppskriftina og pistil Jens Guð má nálgast hér http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/467641/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 21:43
Stjórn Alfreðs...
...Þorsteinssonar, eða hvað???
Mikið áfall fyrir Framsóknarflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 15:01
Það skyldi...
...þó ekki vera að hér sé hafinn lokakaflinn í upphafinu að endi Framsóknarflokksins?
Nú væri rétt hjá Agli Helgasyni að kalla þá báða til sín í viðtal (í sama þáttinn) Björn Inga og Guðjón Ólaf!! Það gæti orðið ansi fróðlegur Silfur þáttur!
Með mörg hnífasett í bakinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.1.2008 | 01:02
Miðdalsgröf 4. nóvember 1914
Elín Samúelsdóttir, systir langömmu minnar, Guðrúnar Júlíönu Samúelsdóttur skrifaði eftirfarandi bréf til vinar síns Níelsar Jónssonar þann 4. nóvember 1914.
Bréfið lýsir, í nokkru, þeirri heilsugæslu, sem Íslendingar bjuggu við upp úr aldamótum. Sem betur fer hefur heilsugæsla á Íslandi batnað mikið síðan þetta bréf var ritað en betur má ef duga skal!!
Miðdalsgröf 4 - 11 - 14.
Kæri vinur!
Ég sendi þjer örfáar línur, jeg get ekki skr. nema stutt, mér líður ömurl. mig svíður svo sárt; en á ný hefur guði þóknast að særa mig djúpu sári, jeg er búin að missa ástkæra ljóshærða engilinn minn litla, yngsta blómið mitt. Ó! elsku vinur jég get með engu móti lýst þeim söknuði, þar líka engin þörf. Þú getur máske ímyndað þjer hve þungt mjer hefir fallið. Jeg var orðin dálítið þreitt, áður en sorgin særði mig, næstum til ólífs. Börnin voru búin að vera með kíghósta í allt sumar svo kom þessi skæði óvinur, barnaveiki áður en þeim gat batnað, byrjaði á hjartans litla barninu mínu, sem gat síst kvartað, eða gjört grein fyrir veikindunum, hún byrjaði líka mjög óþekkjanl. í honum. Kvöldið sem hann veiktist, var hann svo ósköp kaldur og kærkul, svo vaknaði hann um nóttina, með uppsölu svaf illa þá nótt. Þetta var á fimtud. kvöld kl. rúml. 10, sem þessi kuldaóvera kom í hann, var vel frískur um dagin, og svo fjarskal. listugur að borða svo jeg hugsaði að þetta væri umferðar vesöld, hann hafði uppköstin, altaf öðru hverju föstud. og laugard. og töluverðan hita, mátti heita að hann svæfi altaf nema meðan hann kastaði upp og metti sjer, síðast gekk uppúr honum grænt vatn þá var orðið gengið svo nærri maganum. á Sunnud.morgun sendi jeg eftir Magnúsi datt í hug að vissara væri að láta hann skoða hann, þó ekkert væri hættul. á ferðum. Það nagar og særir, svo óumræðil. mikið, að jeg sendi ekki strags. O ! en jeg var svo af hjarta grunlaus. M. innsprautaði hann og Þurý hún var orðin, veiktist á Laugard. byrjaði í höfðinuog hálsinum á henni. Skófin í hálsinum ógs ákafl. mikið á Sunnud, en barna veikin varð ekki svo svæsin, hún varð ekki hans banamein, hann var ákafl veikur ástkæri elsku drengurinn, honum versnaði á Mánud. þá sendi jeg aftur inneftir, M vildi ekki koma, svona var hann kvalalítill, en þó mikið veikur, bæði bólginn hálsinn, og allur hans kroppur altekinn, hann var altaf meðan hann lá rænulítill, sinti ekki neinu sem í kringum hann var, angraðist þegar talað var við hann var þó altaf jafn blíður og góðru við mömmu, lagði litla máttvana höndina um hálsinn á henni, með barnsl. blíðu. Það var hann altaf vanur að gjöra. Litli ljósengillinn minn, var svo ríkur af blíðu og eftirlæti við mömmu, hann var efnilegur fjarska, fallegur go svo einstaklega vel greindur og skrytinn hann var svo bjartur framtíðar geysli fyrir mig, svo blíð og falslaus var ástin sem hann sýndi dálítið mæddri móðir. Þriðjud. áður en Sæmi dó veiktist Nonni, fórum við Júla (langamma mín - innskot SM) með hann inneftir til M. jeg varð að fara líka vegna þess að jeg var svo hvalin af tannpínu, um svo langan tíma, jeg lét draga úr mér þrjár tennur, það var aðeins stundar friður.
Elskulega barnið mitt dó á Fimmtud.kveld kl. 10 lá veikur í viku, dó á sama kl. tíma og fyrst sást vesöld byrja, það var 22. okt., var fjagra ára þann 13. sama mánaðar. En hvað hann var glaður og hress á afmælisdaginn.
Nonni lá í rúma viku, var töluvert veikur. Þurý hrestist fljótt. Alli varð veikur á Mánud. næstan eftir að barnið mitt dó, var farið með hann, hann var lítið orðinn veikur, aðeins höfuðverkur og þó nokkur hiti, en þegar inneftir kom, var kominn hvítur depill, lítið stærri en prjóns haus. Alli var mikið veikur, á þ.d. hafði hita og á milli óráð, svo var hann nokkuð hress á Md., hafði matarl. leit út fyrir fljótan bata. Fd. var hann verri. Föstud. var hann orðinn fárveikur, hitinn svo ákaflega mikill, og óráð og hálsinn hjelt áfram að bólna utan og innann, þá sendi jeg eftir M. eða óskaði eftir honum, hann vildi ekki koma, áleit það þíðingarlaust. Þá í huga mínum taldi jeg víst, að missa hann líka. Miðvikud. áður, slengdi Jenný niður aftur bolnaði allur hennar líkami, var hún óroleg, með dálítinn hita, sem filgdi þessari bólgu, sem afmyndaði hana alla, hún var í rúminu í tvo dag, var svo á fótum, Fd og Ld Sdags morgun var Alli dálítið betri en Þurý aftur komin í rúmið, ákaflega veik, hitinn ofsal. mikil, öll í rauðum flekkjum gat ekki opnað augun fyrir kvöl, hafði óráðs rugl, jeg sendi til M að tala við hann , sagði hann að senda eftir sjer, ef henni irði ekki farið að skána eftir tvö dægur, en á þeim tíma var komin bata von. Nú eru þau bæði sistkynin í rúminu Þ og A, en bæði á batavegi. Jeg hef sjálf verið lasin, að mestu leiti í alt haust, hef þó meira tekið út á sálinni. Jeg er lítil sigld altaf þunglynd, verður þess vegna, alt það mótstæða svo ervitt, tilfinninganæm svo ákaflega. En vinur minn! finst þjer ekki von að blæði hjartasárin hvert ofaní annað, jeg held þar grói aldrei. Guð veit hve lengi jeg fæ að halda blessuðum börnunum mínum sem eftir eru, eða hve lengi jeg fæ að vera hjá þeim.
Jeg get ekki skr. meir, jeg titra af tauga óstyrk, og riða til, jeg verð að hvíla mig bæti við ef hef styrk til þess. Guð veri með þjer.
Elsku litla barnið mitt, talaði við mig rjett á sömu mínútu og hann dó. Jeg spurði hann hvert hann vildi væta sjer, sagði hann, "já mamma mín" en gat þá ekki rent niður, reis upp í rúminu, breiddi ástrýka faðminn sinn til mín, og dó samstundis í fanginu á mjer, til síðustu stundar sýndi hann mjer ástina. Nú geymir guð sál hans, hvíta og óflekkaða af heiminum, vinurinn okkar hefur nú fengið blómið sitt, engilinn sinn, að brjósti sjer, þeir eru sælli en við.
Kæri vinur minn! hefur þú ekki fengið brjef frá mjer í sumar, jeg sendi þjer línu, og mynd af hjartans látna barninu mínu. Jeg vona að þú hafir fengið það. Jeg hef ekki farið varhluta af veikindum þetta ár. Í vor var jeg lengi veik, lá í hálfan mánuð, var bannað að gjöra nokkurn hlut í alt vor, mátti ekki borða neitt nema nýmjólk, átti að drekka 3 yfir sólarhr. en það gat jeg ekki jeg hugsaði líka um börnin. Jeg veiktist fyrir vestan, brúkaði fyrst meðöl frá Davíð, svo töluvert frá Magnúsi fór til hans 3var að láta hann athuga veikindin. Það var nýrnasjúkdómur. Jeg hafði kvöl í bakinu, þoldi engan kulda, var ákaflega horuð og lasin í öllum líkamanum.
Síðast þegar jeg fór til M. sagði hann að mjer væri batnað, en jeg hef í haust oft fundið til þess sama með fleiru, en ekkert síslað um, að tala um það við lækninn.
Jeg er búin að láta nokkuð töluvert fyrir meðöl og læknis hjálp, fyrirhöfn fjarska mikil í öllum þessum veikindum í haust. Það stoða engin þrif, eða hreinlæti þegar veikindi hertaka mann, guð einn veit hvert þetta er á enda. Eggi hefur ekkert veikst enþá, það er að segja í haust, hann varð vestur af hóstanum í sumar sogið var var svo mikið, að hann ætlaði ekki að ná andanum, blóðið rann úr nösunum, og dálítið var farið að springa fyrir í augunum, hann fær skorpðu enþá, og Alli líka þá er svo hætt við að hlaupi í lundun eftir barnaveiki, ef kuldi eða eitthvað lítilsháttar ber útaf.
Jeg er hrædd um að bilun í lungum eða fyrir hjartanu, hafi verið dauða mein hjartans drengsins míns litla.
En vina mín! hvað eru ómök og tilkostnaður (meðan eitthvað er til) en sárara er að missa áskær upprennandi æskunnar blóm. Það er sárara en taki nokkrum tárum. Jeg reini að treysta guði, fela alt á hans vald, hann veit hvað oss er fyrir bestu. Jeg er rík af tárum, og "drottinn telur tárin mín, jeg trúi og huggast læt".
Jeg vonast endilega eftir brjefi frá þjer. Þú hefur sýnt mjer vináttu, virt mig þess að tala við mig og svo oft að senda mjer hughreystandi og góð brjef, jeg tel þig góðan vin minn.
Jeg get ekkert sagt þjer af efna hagnum, að ástæðum, sem hann snerta, hugsanirnar eru svo á reiki, jeg get nálega hugsað um neitt, aðeins sökt mjer ofaní sorgina. Pabbi er farinn vestur til veru T fór snöggva ferð, Seinn að sinna því sem þarf og hann er fær um, Júla ætlaði líka, til veru, en þá kom þetta sorgl. fyrir, og börnin svo veik, og jeg svo lasin, svo hún verður hjá mér, fram yfir hátíðar.
Ó, hvað það væri skemtil. ef þú hefðir ástæðu til að skreppa inneftir, og tala við mig. Jeg vona að þú sjert frískur, og þínum yfirhöfuð líði vel.
Brendu brjefinu, og kæri vinur sendu mjer línu. Ef jeg lifi sendi jeg þjer línu seinna. Guð veri ávalt með þjer, biður þín vinkona.
Brjefið varð lengra en jeg hjelt, þegar jeg byrjaði. Fyrirgefðu ef það hefur orðið of langt.
Elín Samúelsdóttir.
Vinir og fjölskylda | Breytt 30.1.2008 kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)