19.1.2008 | 23:46
Ef Framsókn...
...væri skip, væri hægt að segja að rotturnar væru nú, og hefðu verið, hver af annarri að yfirgefa hið sökkvandi fley. En Framsókn er ekki skip.
Veit einhver hvað Framsókn er?
Björn Ingi úr Framsóknarflokki? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.1.2008 | 16:33
Undarlegur...
...málflutningur hjá framkvæmdastjóra SA að lýsa því yfir að hann vilji frekar, f.h. félagsmanna sinna hækka laun um rúmlega 3% (góð 3% eins og sagði í fréttinni) og að sama skapi hækka lágmarkslaun. Hann vill sem sagt frekar að atvinnurekendur leggi meira af mörkum með hækkun launa en ríkissjóður, þ.e. auka útgjöld sinna félagsmanna!
Hvorutveggja á rétt á sér, góðar launahækkanir og veruleg hækkun lágmarkslauna og gott er það og vel að Vilhjálmur skuli lýsa því yfir að atvinnurekendur séu tilbúnir til þess.
Ég spyr hinsvegar hvort ekki væri nær að skoða heildarpakkann þ.e. lækkaðar álögur á allt og alla? Kæmi það sér ekki betur, á heildina litið, en prósentutöluhækkanir, sem augljóslega skila miklum mun minna til þeirra sem lægst hafa launin en hinna sem á hinum enda launaskalans sitja? (Þetta má m.a. sjá í bloggi mínu hér að neðan um laun seðlabankastjórans).
Nú spyr ég hvort einhver hafi skoðað og eða reiknað út hvernig dæmið liti út ef hér væri flatur skattur, sá sami á ÖLLU? Segjum t.d. sautján prósent (17%)! 17% tekjuskattur, 17% fjármagnstekjuskattur, 17% virðisaukaskattur, 17% skattur á bensín , 17% innflutningstollar (á allt, sem á annað borð er hægt að leggja slíka skatta á) o.s.frv. Mér segir svo hugur að slíkt fyrirkomulag myndi allt í senn, auka gegnsæi í innheimtu ríkissjóðs, minnka skattsvik, auka kaupmátt, færa lágtekjufólki meira í vasann, einfalda innheimtukerfi ríkissjóðs (og þar með spara hjá hinu opinbera) o.fl, o.fl.
Það væri gaman að sjá, ef einhver vitur einstaklingur nennti því á annað borð, útreikninga á þessu ímyndaða dæmi mínu!
Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2008 | 14:44
Ég skal...
...segja ykkur það!!!
Mér varð það á að lesa frétt á bls. 6 í Fréttablaðinu frá í gær (31 desember 2007) og verð að segja að mér brá talsvert við þá lesningu. Í fréttinni kom fram að mánaðarlaun aðalbankastjóra seðlabanka Íslands hafi hækkað um rúmar 400.000,- kr. á mánuði frá því í janúar 2005. Ég er ekki með þessu bloggi mínu, að segja að seðlabankastjórinn, eða aðrir æðstu ráðamenn þessarar þjóðar eigi ekki að fá sæmileg laun fyrir þá vinnu sem þeir ynna af hendi fyrir land og þjóð en öllu má ofgera.
Ég tók mér það bessaleyfi að setja hér inn textann úr fréttinni í Fréttablaðinu þ.a. þeir sem ekki hafa lesið hana geti gert það hér og nú:
"Laun Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra munu hækka um 6,6 prósent um áramót, og laun annarra seðlabankastjóra um 7 prósent. Um áramótin munu laun forsætisráðherra hækka um 2 prósent, og laun almennra opinberra starfsmenn um 2 til 3 prósent. Laun seðlabankastjóra hafa hækkað um tæplega 30 prósent frá ársbyrjun 2005 til komandi áramóta. Á sama þriggja ára tímabili hafa laun forsætisráðherra hækkað um tæp 18 prósent. Grunnlaun seðlabankastjóra hækka um 100 þúsund krónur þann 1. janúar næstkomandi. Það er í samræmi við ákvörðun bankaráðs frá 31. maí síðastliðnum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í júní var ákveðið að hækka grunnlaun seðlabankastjóra um 100 þúsund krónur frá 1. maí, og aftur um sömu upphæð 1. janúar 2008. Ástæðan var sögð sú að halda þyrfti launabili milli æðstu stjórnenda og millistjórnenda, sem hefðu hækkað vegna samkeppni um starfsfólk. Grunnlaun seðlabankastjóra voru um 1.097 þúsund krónur á mánuði þann 1. janúar 2005, en verða eftir hækkunina 1. janúar næstkomandi 1.410 þúsund krónur. Hækkun á grunnlaununum nemur því um 28,5 prósentum. Á sama tímabili hafa laun forsætisráðherra hækkað um 17,8 prósent, úr 915 þúsundum króna í 1.078 þúsund. Við grunnlaun seðlabankastjóra bætist bankaráðsþóknun. Hún er í dag 110 þúsund krónur á mánuði, en var 78 þúsund árið 2005. Aðalbankastjórinn er með hærri greiðslur, en hinir tveir bankastjórarnir hafa því hækkað í launum úr 1.175 þúsundum 1. janúar 2005 í 1.520 þúsund 1. janúar 2008, eða um 29 prósent.Aðalbankastjóri Seðlabankans, Davíð Oddsson, hefur átta prósenta álag ofan á grunnlaun seðla bankastjóra, og að auki tvöfalda bankaráðsþóknun. Laun Davíðs hafa hækkað um 401 þúsund frá því hann tók við starfinu 20. október 2005. Mánaðarlaun aðalbankastjórans voru 1.341 þúsund krónur 1. janúar 2005 en verða 1.742 þúsund krónur 1. janúar næstkomandi. Hækkunin er um 30 prósent. Á morgun verður aðalbankastjóri Seðlabankans með 62 prósentum hærri laun en forsætisráðherra. Fyrir þremur árum var munurinn tæp 47 prósent, og aukningin því um 15 prósentustig." (feitletrunin er mín)
Ég get ekki að því gert að mér finnast þetta undarlegar hækkanir, sérstaklega í ljósi áramótaávarps forsætisráðherra þjóðarinnar sem lagði á það ríka áherslu að launakröfur, í komandi kjarasamningum á árinu, þurfi að vera hóflegar til að viðhalda þeim "stöðugleika" sem ríkir og hefur ríkt í okkar friðsæla samfélagi!!!
Ég ákvað að leika mér aðeins með tölur og skoða þessa 6,6% hækkun sem seðlabankastjórinn fær nú um áramótin.
Mín laun, í vinnu hjá hinu opinbera eru kr. 260.020,- fyrir fullan vinnudag. 6,6% hækkun ofan á þau er kr. 17.161,- sem gerði þá samtals mánaðarlaun upp á kr. 277.181,- (mig minnir hinsvegar að laun mín hækki ekki um nema á bilinu 2 - 3% nú um áramótin).
Þar sem ekki kemur fram, í fréttinni í Fréttablaðinu, hver mánaðarlaun seðlabankastjóra voru 31 desember 2007, ákvað ég að notast við uppgefin mánaðarlaun seðlabankastjórans frá 1. janúar 2005, sem voru kr. 1.097.000,-. 6,6% hækkun ofan á þau er kr. 72.402 það gerir þá mánaðarlaun upp á kr. 1.169.402,-.
Munurinn á þessum tveimur launahækkunum er kr. 55.241,- en nákvæmlega sú sama í prósentum talið!!! Ég leyfi mér að fullyrða að t.d. verð á þeim mat sem seðlabankastjórinn þarf að kaupa er síst meira, í krónum talið en sá matur sem ég þarf til míns heimilis. Nema náttúrulega hann notist við sama matseðil og Lýður Oddsson lottóvinningshafi. Það hinsvegar leyfi ég mér að stórlega efast um að hann geri m.v. hvað maðurinn ber ráðdeild og útsjónarsemi þegna þessa lands sér fyrir brjósti.
Ég verð að segja, alveg eins og er, að mér finnst eitthvað athugavert í samfélagi þar sem seðlabankastjóri getur hækkað, í mánaðarlaunum, á um tveggja ára tímabili, um tæplega tvöföld mánaðarlaun venjulegs launþega hjá hinu opinbera. Báðir eru jú starfsmenn hins opinbera!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2008 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.1.2008 | 13:09
Heyr, heyr...
...og í sjálfu sér ekkert meira um það að segja!
Alvarlegt ef börn rofna úr tengslum við þjóðararfinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2007 | 17:34
Og hvað...
Svandís maður ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.12.2007 | 01:20
Og hvað...
...svo?
Aðrir umsækjendur leita réttar síns, með því, hvorutveggja, að biðja um rökstuðning vegna embættisveitingarinnar og álits umboðsmanns Alþingis - EN EKKERT BREYTIST!!!!
Hvað ætli margur innihaldsrýr rökstuðingurinn hafi verið færður fyrir því að Jón frekar en Sr. Jón skuli fá stöðu á vegum hins opinbera? Hvað ætli mörg álit umboðsmanns Alþingis hafi verið útbúin, sem segja það að embættisveiting hafi, í einhverju: verið á skjön við reglur sem fyrir liggja um val umsækjenda; stríði gegn almennri skynsemi eða hreinlega og einfaldlega að besti og hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið valinn í stöðuna!!!
Og hvað gerist eða breytist? NÁKVÆMLEGA EKKI NEITT!!!!!!!
Kverúlantar eins og ég o.fl. halda áfram að býsnast yfir þessum ósköpum, umboðsmaður Alþingis heldur áfram að álykta að þetta eða hitt stjórnvaldið hafi ekki valið hæfasta umsækjandann, nú eða hreinlega brotið einhver lög þegar ákveðinn umsækjandi var valinn fram yfir aðra en endastöðin er og verður alltaf STATUS QUO...
Vill haldbetri rök fyrir dómaraskipun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.12.2007 kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.12.2007 | 01:09
Ég segi...
...enn og aftur það sama og ég sagði 29 nóvember s.l.
"ÞAÐ ER DÁSAMLEGT AÐ BÚA Á SELTJARNARNESI."
Seltjarnarnes lækkar útsvar og fasteignaskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2007 | 23:51
Dagfinnur...
...dýralæknir, formaður félags dýralækna á Íslandi er algerlega sammála skipun félagsmanns síns, Árna M. Mathiesen, núverandi fjármálaráðherra - og sérstaklega, hlutlauss skipaðs dómsmálaráðherra - á Þorsteini Davíðssyni, syni fyrrverandi forsætisráðherra og yfirmanns Árna M. í embætti fjármálaráðherra o.fl., og núverandi seðlabankastjóra, í stöðu héraðsdómara úti á landi.
Dagfinnur sagði, aðspurður, að ákvörðunin hafi verið tekin að vel athuguðu og yfirveguðu máli og að nákvæmlega engin pólitísk áhrif, völd eða afspurnir hafi verið að verki þegar ákvörðunin hafi verið tekin, þvert ofan í faglegar ráðleggingar sérfræðinga, sem valdir hafa verið - og sérstaklega skipaðir af til þess hæfum og bærum einstaklingum - til að fjalla um skipanir dómara. Þá sagði Dagfinnur að þetta skipti nú voða litlu máli líka, í heildarmenginu, því það væru svo fáir sem byggju þarna úti á landi og eins og Sylvía Nótt hefur löngum sagt, eiginlega bara allt saman "úti á landi lið sem borðar bara bjúgu og er í gúmmístígvélum"...
Gagnrýna skipun í dómaraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.12.2007 | 00:45
Nýju fötin...
...lögreglustjórans.
Í einni af forsíðugreinum Fréttablaðsins í gær (19 desember) kemur fram að lögreglumenn telji að brestir séu komnir í lið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Þar er vitnað í grein sem skrifuð var í nýjasta hefti Lögreglublaðsins (árlegt blað Lögreglufélags Reykjavíkur, en á forsíðu þess er mynd af brostinni lögreglustjörnu). Í greininni má lesa að greinarhöfundur virðist ekki alls kostar ánægður með hvernig til hefur tekist með sameiningu þeirra þriggja lögregluliða sem störfuðu á höfuðborgarsvæðinu á liðnu ári þ.e. Lögreglunnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Greinilegt er, af lestri greinarinnar, að ýmislegt vantar upp á að sameiningin hafi skilað einhverju til lögreglumanna og ef svo er má, eðli málsins samkvæmt, áætla að hún hafi skilað jafn litlu til íbúa þess svæðis sem hið sameinaða lögreglulið á að annast.
Lögreglumenn virðast hafa setið eftir í launakjörum, m.v. aðrar stéttir í þjóðfélaginu - ef marka má tilvitnaða grein, sem og aðra grein í sama blaði - sem er miður m.v. þau mikilvægu störf sem þeir menn, og konur, vinna sem þar eru innan liðs.
Í grein, á einni af innsíðum Fréttablaðsins í dag (20 desember) er vitnað í orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar, sem segir að hann hafi ekki orðið var við bresti í liðinu??
Ég spyr, eðli málsins samkvæmt, hvað er í gangi? Lögreglumenn segja hlutina ekki í lagi en lögreglustjórinn segir hlutina í fínu lagi. Hverjir skyldu nú hafa meira rétt fyrir sér, þeir sem störfin vinna eða sá sem situr í fílabeinsturninum? Sérhver skoði sjálfan sig og láti samviskuna dæma!!
Hér virðist sem einhverjar "spunakerlingar" (svo vitnað sé í orð Össurar Skarphéðinssonar) hafi verið að spinna ný klæði lögreglustjórans, sem áttar sig ekki á því að hann er í raun nakinn í störfum sínum, þiggjandi ráð hliðvarða, sem þurfa, eðli málsins samkvæmt, að viðhalda þeim sannleika sem íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur verið á borð borinn.
Ávallt skal hafa það sem sannara reynist...
21.12.2007 | 00:24
Æ, pólitík...
...er skrýtin tík.........
Ég las það í dag að Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar, fyrrv. forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, hafi verið skipaður héraðsdómari við héraðsdóm austurlands og norðurlands. Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á málinu aðra en þá að svo virðist sem ekki hafi verið valinn hæfasti umsækjandinn a.m.k. ef marka má frétt á visir.is (http://www.visir.is/article/20071220/FRETTIR01/71220095/-1/trailerKompas.jpg) en þar segir að sérstök nefnd, sem falið var að meta hæfi umsækjenda, hafi komist að því að að a.m.k. þrír umsækjendur, um stöðuna, hafi verið hæfari en Þorsteinn!!
Eðlilega spyr maður: Hvað er hér á seyði? Þannig ætti líka hver einasti Íslendingur að spyrja sjálfan sig! Þetta er jú opinber staða og kostnaður við hana, þ.m.t. laun þess sem í henni situr, greiddur af almannafé!
Þorsteinn á, að sjálfsögðu, ekki að gjalda þess að vera sonur föður síns en hann á, að sama skapi, ekki að njóta þess umfram aðra umsækjendur um þá stöðu sem hann sótti um - slíkt er dæmi um spillingu, hvort sem sú spilling er af pólitískum eða öðrum toga. Að sama skapi á hann ekki að njóta þess sérstaklega að hafa verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra þar sem sú staða er ekki auglýst til umsóknar heldur handvalin af viðkomandi ráðherra.
Hvað sem öllu öðru líður þá áleit nefnd sérfræðinga, sem til þess voru fengnir, að þrír aðrir umsækjendur um stöðuna hafi verið hæfari en Þorsteinn og, ef allt væri eðlilegt, ætti einn þeirra að fá stöðuna, en ekki Þorsteinn. Sama hvað dýralækninum finnst...