Undarlegur...

...málflutningur hjá framkvæmdastjóra SA að lýsa því yfir að hann vilji frekar, f.h. félagsmanna sinna hækka laun um rúmlega 3% (góð 3% eins og sagði í fréttinni) og að sama skapi hækka lágmarkslaun.  Hann vill sem sagt frekar að atvinnurekendur leggi meira af mörkum með hækkun launa en ríkissjóður, þ.e. auka útgjöld sinna félagsmanna! 

Hvorutveggja á rétt á sér, góðar launahækkanir og veruleg hækkun lágmarkslauna og gott er það og vel að Vilhjálmur skuli lýsa því yfir að atvinnurekendur séu tilbúnir til þess.

Ég spyr hinsvegar hvort ekki væri nær að skoða heildarpakkann þ.e. lækkaðar álögur á allt og alla?  Kæmi það sér ekki betur, á heildina litið, en prósentutöluhækkanir, sem augljóslega skila miklum mun minna til þeirra sem lægst hafa launin en hinna sem á hinum enda launaskalans sitja? (Þetta má m.a. sjá í bloggi mínu hér að neðan um laun seðlabankastjórans).

Nú spyr ég hvort einhver hafi skoðað og eða reiknað út hvernig dæmið liti út ef hér væri flatur skattur, sá sami á ÖLLU?  Segjum t.d. sautján prósent (17%)!  17% tekjuskattur, 17% fjármagnstekjuskattur, 17% virðisaukaskattur, 17% skattur á bensín , 17% innflutningstollar (á allt, sem á annað borð er hægt að leggja slíka skatta á) o.s.frv.  Mér segir svo hugur að slíkt fyrirkomulag myndi allt í senn, auka gegnsæi í innheimtu ríkissjóðs, minnka skattsvik, auka kaupmátt, færa lágtekjufólki meira í vasann, einfalda innheimtukerfi ríkissjóðs (og þar með spara hjá hinu opinbera) o.fl, o.fl.

Það væri gaman að sjá, ef einhver vitur einstaklingur nennti því á annað borð, útreikninga á þessu ímyndaða dæmi mínu!


mbl.is Aukinn persónuafsláttur kostar 40 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband