Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Nýju fötin...

...lögreglustjórans.

Í einni af forsíðugreinum Fréttablaðsins í gær (19 desember) kemur fram að lögreglumenn telji að brestir séu komnir í lið lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.  Þar er vitnað í grein sem skrifuð var í nýjasta hefti Lögreglublaðsins (árlegt blað Lögreglufélags Reykjavíkur, en á forsíðu þess er mynd af brostinni lögreglustjörnu).  Í greininni má lesa að greinarhöfundur virðist ekki alls kostar ánægður með hvernig til hefur tekist með sameiningu þeirra þriggja lögregluliða sem störfuðu á höfuðborgarsvæðinu á liðnu ári þ.e. Lögreglunnar í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði.  Greinilegt er, af lestri greinarinnar, að ýmislegt vantar upp á að sameiningin hafi skilað einhverju til lögreglumanna og ef svo er má, eðli málsins samkvæmt, áætla að hún hafi skilað jafn litlu til íbúa þess svæðis sem hið sameinaða lögreglulið á að annast.

Lögreglumenn virðast hafa setið eftir í launakjörum, m.v. aðrar stéttir í þjóðfélaginu - ef marka má tilvitnaða grein, sem og aðra grein í sama blaði - sem er miður m.v. þau mikilvægu störf sem þeir menn, og konur, vinna sem þar eru innan liðs. 

Í grein, á einni af innsíðum Fréttablaðsins í dag (20 desember) er vitnað í orð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar, sem segir að hann hafi ekki orðið var við bresti í liðinu?? 

Ég spyr, eðli málsins samkvæmt, hvað er í gangi?  Lögreglumenn segja hlutina ekki í lagi en lögreglustjórinn segir hlutina í fínu lagi.  Hverjir skyldu nú hafa meira rétt fyrir sér, þeir sem störfin vinna eða sá sem situr í fílabeinsturninum?  Sérhver skoði sjálfan sig og láti samviskuna dæma!!

Hér virðist sem einhverjar "spunakerlingar" (svo vitnað sé í orð Össurar Skarphéðinssonar) hafi verið að spinna ný klæði lögreglustjórans, sem áttar sig ekki á því að hann er í raun nakinn í störfum sínum, þiggjandi ráð hliðvarða, sem þurfa, eðli málsins samkvæmt, að viðhalda þeim sannleika sem íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur verið á borð borinn.

Ávallt skal hafa það sem sannara reynist...


Æ, pólitík...

...er skrýtin tík.........

Ég las það í dag að Þorsteinn Davíðsson, sonur Davíðs Oddssonar, fyrrv. forsætisráðherra og núverandi seðlabankastjóra, hafi verið skipaður héraðsdómari við héraðsdóm austurlands og norðurlands.  Ég hef svo sem enga sérstaka skoðun á málinu aðra en þá að svo virðist sem ekki hafi verið valinn hæfasti umsækjandinn a.m.k. ef marka má frétt á visir.is (http://www.visir.is/article/20071220/FRETTIR01/71220095/-1/trailerKompas.jpg) en þar segir að sérstök nefnd, sem falið var að meta hæfi umsækjenda, hafi komist að því að að a.m.k. þrír umsækjendur, um stöðuna, hafi verið hæfari en Þorsteinn!! 

Eðlilega spyr maður: Hvað er hér á seyði?  Þannig ætti líka hver einasti Íslendingur að spyrja sjálfan sig!  Þetta er jú opinber staða og kostnaður við hana, þ.m.t. laun þess sem í henni situr, greiddur af almannafé! 

Þorsteinn á, að sjálfsögðu, ekki að gjalda þess að vera sonur föður síns en hann á, að sama skapi, ekki að njóta þess umfram aðra umsækjendur um þá stöðu sem hann sótti um - slíkt er dæmi um spillingu, hvort sem sú spilling er af pólitískum eða öðrum toga.  Að sama skapi á hann ekki að njóta þess sérstaklega að hafa verið aðstoðarmaður dómsmálaráðherra þar sem sú staða er ekki auglýst til umsóknar heldur handvalin af viðkomandi ráðherra. 

Hvað sem öllu öðru líður þá áleit nefnd sérfræðinga, sem til þess voru fengnir, að þrír aðrir umsækjendur um stöðuna hafi verið hæfari en Þorsteinn og, ef allt væri eðlilegt, ætti einn þeirra að fá stöðuna, en ekki Þorsteinn.  Sama hvað dýralækninum finnst...


Þetta er...

...yndislegt líf. 

Í anda umburðarlyndis, fjölmenningar og allra annarra yndislegheitaorða, sem til eru í orðabókinni sé ég mér ekki annað fært en að vera glaður og mæli með því að allir þeir sem sjúkdómum eru haldnir fái að koma hingað til lands og njóta einnar bestu, ef ekki þeirrar albestu læknisþjónustu sem til er í veröldinni.  Læknisþjónustu sem foreldrar okkar, ömmur okkar og afar, langömmur og langafar - o.s.frv. - hafa byggt upp í gegnum áratugi og aldir - en fá illa notið nú vegna lélegra kjara, örorkubóta og lífsskilyrða (á þó alls ekki við um alla).  Á sama tíma mæli ég með því - og að sjálfsögðu í anda fyrstu setningar þessarar málsgreinar - að við Íslendingar borgum svo enn hærri komu- og þjónustugjöld fyrir allt saman...


mbl.is Kom berklasmitaður til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja, hérna...

...hver er fréttin? 

Þú brýtur lög og ert afgreidd(ur) í samræmi við lagabálka viðkomandi ríkis!  Er það ekki bara eins og hlutirnir eiga að vera, í hverju ríki fyrir sig?  Viljum við ekki, hér uppi á Landinu Bláa, að tekið sé - á "viðeigandi hátt" - á þeim sem gerast sekir um lögbrot hér?  Okkar "viðeigandi háttur" er kannski bara allt annar en "viðeigandi háttur" annarra ríkja á þessari jörð!!  Okkur ber því, í anda umburðarlyndis og fjölmenningar að sýna öðrum þjóðum, og þjóðarbrotum viðeigandi umburðarlyndi og virðingu með því að vera ekki að brjóta þau lög og reglur sem þær/þau setja þegnum sínum og þeim gestum sem þær/þau heimsækja.

Homeland Security var stofnað í kjölfar árásanna á "The World Trade Center" - tvíburabyggingarnar (eins og þær voru gjarnan kallaðar upp á íslensku).  Nú veit ég ekki hvenær Erla Ósk fór til BNA, eftir 1995, þar til hún fékk "viðeigandi" móttökur, við heimsókn sína nú nýverið en það segir hinsvegar bara ekki neitt.  Hverju ríki er jú í sjálfsvald sett, innan ákveðinna lágmarks marka, hvernig þau taka á þeim einstaklingum, sem þau skilgreina sem "glæpamenn" og "persona non grata". 

Hvernig var jú tekið á móti "saklausum" meðlimum Vítisengla (Hells Angels) við komu þeirra hingað til lands fyrir ekki margt löngu?  Þetta voru einstaklingar sem flestir - held ég - höfðu ekkert af sér brotið gagnvart íslenskum lögum (einhverjir hugsanlega gerst brotlegir í sínu heimalandi og kannski bara hingað komnir til að flýja ofsóknir yfirvalda heima fyrir!!!!!) og voru hingað komnir til að taka þátt í fagnaði og gleðskap hér á landi en var vísað öfugum frá landinu af því að þeir voru "persona non grata" á Íslandi.  Var ekki mikill meirihluti þjóðarinnar meðfylgjandi þeirri ákvörðun?  Spyr sá sem ekki veit. 


mbl.is Fangelsuð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn og aftur...

...bull og vitleysa.  Hver trúir því eiginlega að herveldi sendi herflugvélar á loft, hvort sem það er til æfinga, eftirlits eða annars, án þess að þær séu búnar vopnum??  Hver væri þá tilgangurinn með því að hafa þær á lofti á annað borð??  Kannski þær séu búnar öflugum gjallarhornum sem flugmenn vélanna geta gripið til og sagt "óvinveittum" flugvélum að hypja sig í burtu annars verði allir voða voða reiðir.........

Það gildir nákvæmlega sama um herflugvélar og herskip sem eru á eftirlit, hvar sem það eftirlit fer fram.  Um borð er flestallur sá búnaður sem þarf til að "afgreiða óvininn"!!!  Ef einhver trúir einhverju öðru þá er það bara hans mál...


mbl.is Flugvélar vopnaðar í eftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkum...

...flugið, í Kauphöllinni...  Lokað á viðskipti með bréf í FL Group!! 

Er það kannski að koma í ljós núna að virðisaukandi starfsemi fyrirtækjanna, sem stjórnað hefur verið af fjármálaspútnikunum, hafi í raun ekki verið jafn virðisaukandi og talnaleikirnir hafa gefið í skyn undanfarin misseri?  Spyr sá sem ekki veit...

www.vald.org


mbl.is Mikil verðlækkun í Kauphöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru...

...fjármálaspútnikarnir farnir að falla til jarðar núna?

www.vald.org


mbl.is Bréf FL Group lækka um 4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott blog...

...Óla Björns Kárasonar um stjórnmálaástandið í Reykjavík og hinn margumrædda REI - GGE samruna, sem hægt er að lesa hér: 

http://businessreport.blog.is/blog/businessreport/entry/369353/

Ég verð að vera sammála Óla Birni að ég hef ekki alltaf (reynar sjaldnast) skilið þetta samruna / sameiningar / yfirtöku / íkaupaferli fjármálaspútnikanna hér á landi.  Skil ekki hvernig allt getur orðið af litlu sem engu og eitthvað geti hækkað í verði með því að það kaupi hlut í sjálfu sér og borgi með hlutum í einhverju öðru, sem aftur hefur keypt hluti í sjálfu sér og einhverju öðru............

Ég er enda einn af kjósendum þessa lands, reyndar ekki í Reykjavík - og sem betur fer - en samt sem áður einn af þeim sem reynt hefur verið að hafa að fíflum síðan ég öðlaðist kosningarétt.

Jafnfeginn og Óli Björn að búa á Seltjarnarnesi!!!!! 

 

 


mbl.is Engin hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja...

...þá liggur sá listinn fyrir, þ.e. hverjir sóttu um embætti ríkissaksóknara.  Nú er bara að bíða og sjá hver hreppir hnossið.

Í pistli mínum þann 4 nóvember s.l. gerði ég því skóna að Björn Bjarnason myndi líklega skipa Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, í stöðuna, án þess þó að hafa um það nokkra hugmynd hvort hann yfir höfuð yrði einn umsækjenda.  Nú er það þó orðið lýðum ljóst að hann er einn umsækjenda þ.a. aldrei að vita nema kjöftugum ratist satt orð á munn!!!

Við skulum sjá hvað setur...   


mbl.is Sex sækja um embætti ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna...

...13 árið í röð, sem endurskoðendur ESB neita að skrifa undir reikninga sambandsins.  Eitthvað hlýtur að vera bogið, svo ekki sé meira sagt, innan veggja þessa bákns.  Það hafa enda komið upp hvert hneykslis- og fjármálamisferlismálið á fætur öðru innan stofnana ESB, frá því að sambandið var formlega stofnað.  Peningar hafa horfið úr sjóðum þess í einkasjóði þeirra, sem með þá áttu að fara o.s.frv.

Svo vilja sumir, hér á landi, endilega ganga inn í þetta!!  Til hvers, spyr ég nú bara?  Það hlýtur að vera hægt að haga svo málum hér á landi að ekki þurfi að ganga inn í einhver ríkjasambönd, sem við, árhundruðum saman reyndum að komast undan, sem að lokum fullkomnaðist í fullu sjálfstæði okkar sem þjóðar 1944!

Það sem við verðum hinsvegar að passa upp á hér er að spilling, valdhroki og -níðsla nái ekki að þrífast, hvort sem það er í krafti stjórnmála eða auðvalds.  Til þess þurfa þegnar þessa lands að vera vakandi og meðvitaðir um hag sinn og lands síns.


mbl.is Endurskoðendur neita að skrifa undir reikninga ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband