Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2007 | 15:37
Jóhanna!!...
...þinn tími ER kominn!!
Ég sakna þess nú reyndar, að sjá ekki í þessari ályktun verkalýðsfélagsins, kröfur um verulega hærri laun og prósentutöluhækkanir í takt við það sem gullkálfar þessa fyrirmyndarsamfélags okkar hér á Fróni hafa verið að fá undanfarið!!!
![]() |
Lágmarkslaun duga ekki fyrir húsaleigu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2007 | 13:57
Jæja...
...þá kom að því að auglýst hefur verið, laus til umsóknar, staða ríkissaksóknara. Staðan veitist frá og með 1. janúar 2008, eins og ákveðið var í kjölfar mikilla skrifa um stöðuna og hugsanlega veitingu hennar, í aðdraganda síðustu alþingiskosninga.
Auglýsinguna sjálfa má lesa hér fyrir neðan:
Laust embætti sem dómsmálaráðherra veitir
Embætti ríkissaksóknara er laust til umsóknar.
Embættið er veitt frá og með 1. janúar 2008.
Umsóknir berist dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, Skuggasundi, Reykjavík eigi síðar en 19. nóvember n.k.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu,
1. nóvember 2007.
Og þeir, sem það vilja, geta séð hana sjálfir á starfatorg.is, með því að smella hér (athugið þó að auglýsingin fellur sjálfkrafa út eftir 19. nóvember, þegar umsóknarfrestur um hana rennur út):
http://www.starfatorg.is/serfr_stjornun/nr/9428
Ýmsir skríbentar héldu því fram að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, hefði þá þegar verið búinn að ráðstafa stöðunni til Jóns H. B. Snorrasonar, fyrrverandi saksóknara efnahagsbrota hjá ríkislögreglustjóranum en núverandi aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara hjá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins.
Einn umsækjenda um stöðuna, Jóhannes Rúnar Jóhannsson, hrl. hélt því fram, í fjölmiðlum að Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra hafi verið búinn að ákveða, áður en staðan var auglýst laus til umsóknar, hver fengi hana og því dró hann umsókn sína til baka. Þá var fullyrt að fleiri umsækjendur um stöðuna íhuguðu að draga umsóknir sínar til baka, þar sem þeir hefðu fengið tilfinningu fyrir því, í viðtali við dómsmálaráðherra, vegna stöðuveitingarinnar, að búið væri að ráðstafa henni.
Jóhannes Jónsson, kaupmaður kenndur við Bónus, birti heilsíðuauglýsingu í blöðum, fyrir alþingiskosningarnar, þar sem hann hvatti kjósendur til að kjósa sjálfstæðisflokkinn í kosningunum en hvatti jafnframt kjósendur í Reykjavík til að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar á listanum og spurði þeirrar spurningar hvað það gæti verið sem Jón H. B. hefði á Björn úr því hann hyggðist skipa hann í þetta háa embætti þrátt fyrir allt hans klúður. Var Jóhannes þá, að sjálfsögðu, að vísa til Baugsmálsins svokallaða.
Þó nokkrir netpennar skrifuðu um þetta á sínum tíma og lesa má hluta þeirra skrifa, með því að smella á tenglana hér fyrir neðan:
http://hux.blog.is/blog/hux/entry/206614/
http://fridjon.blog.is/blog/fridjon/entry/206790/
http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/203007/
Lesa má um frestun á skipun í embættið á mbl.is - hér:
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1268489
Nú stendur spurningin eftir, ósvöruð: Hver fær hið háa embætti?
Ef að líkum lætur, mun Björn skipa Jón H. B. í embættið en það verður hinsvegar ekki lýðum ljóst fyrr en nær dregur jólum. Það verður líka fróðlegt að sjá hverjir sæki um stöðuna nú.
Þá má sjá fyrir sér að leikar skipist, einhvern vegin, með þessum hætti: Björn skipar Jón H. B. í embætti ríkissaksóknara en við þá skipun losnar staða aðstoðarlögreglustjóra og saksóknara hjá lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins (LRH) en eitt af skilyrðum til að hljóta þá stöðu er það að vera lögfræðimenntaður. Þá má ímynda sér að Friðrik Smári Björgvinsson núverandi yfirlögregluþjónn rannsóknardeilda LRH fái stöðuna, sem Jón H. B. gegnir nú en Friðrik Smári er einmitt lögfræðimenntaður, ásamt því að vera lögregluskólagenginn. Þá verður svo aftur fróðlegt að sjá hver hljóta myndi stöðu Friðriks Smára, sem yfirlögregluþjónn rannsóknardeilda, ef "plottið" gengur eftir, eins og því er lýst hér.
Þá væri líka gaman, í þessu samhengi öllu, að skoða þróun löggæslustofnana síðustu ár eða allt frá niðurlagningu rannsóknarlögreglu ríkisins (RLR) árið 1997 og það hvernig 19 manna embætti ríkislögreglustjóra hefur gorkúlast út í það að verða yfir 100 manna stofnun og hvernig nýtt embætti LRH hefur blásið út yfirbyggingu sína, frá upprunalegum hugmyndum um embættið. Það var nefnilega ýmislegt "plott" í gangi með stöðuveitingar við niðurlagningu RLR en ekki jafnvíst að margir muna þá sögu alla. Kannski ég setjist niður síðar og blogi eilítið um það.
Þetta gæti orðið efni í spennandi jólafarsa, sem gefa mætti út í jólabókaflóðinu komandi. Gæti jafnvel orðið skemmtilegt útvarpsleikrit í ösinni fram að jólum..............
21.10.2007 | 00:59
Hvað er...
...að heyra? Er fjármálaspútnikunum eitthvað að förlast flugið? Eða gæti það verið að það sé minna bak þess, sem vænst hefur verið og byggt upp í kringum?
Eins og ríkidæmi þessara nýríku Íslendinga hefur komið almenningi þessa lands fyrir sjónir undanfarin ár hlýtur eitthvað undan að láta að lokum..............eða hvað?
Ég heyrði viðtal við Pétur Blöndal alþingismann og tryggingastærðfræðing m.m. í morgunútvarpi einnar útvarpsstöðvarinnar, á leið í vinnu um daginn. Þar kom hann inn á þessara gríðarlega háu "bókfærðu eignir" og hvernig þessir þessi "fjáramálasnillingar" hafa verið að selja hverjir öðrum og sjálfum sér einhver bréf í sjálfum sér og hverjum öðrum án þess að á bak við þau væru raunverulegar eignir eða virðisaukandi starfsemi.................... Afar áhugavert viðtal við afar vel gáfum gæddan mann!
![]() |
Úr gríðarmiklum hagnaði í taprekstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 16:33
Sátt...
...um áframhaldandi völd.........að sjálfsögðu sættist þetta fólk, sem situr við stjórnvölin, á það að halda áfram að sigla skútunni. Ekki vill það hætta á það núna, að missa sposlurnar sem valdabröltinu fylgja. Ekki vill það hætta á það núna, að komast ekki að kjötkötlunum í hinu nýja sameinaða fyrirtæki þegar fram líða stundir.
Skoðið þetta fólk, sem náð hefur sátt um það að sitja áfram og vera vinir. Skoðið verk þeirra og orð undanfarnar vikur mánuði og ár og spyrjið svo sjálf ykkur, hvert fyrir sig, "Kemur þetta á óvart?"
Áfram Svandís!!!!! Það er alveg á hreinu að meirihluti þjóðarinnar er á bak við þig í þessu máli - eins og sjá má á viðbrögðum í bloggheimum við fréttum af málinu - enda blöskrar venjulegu fólki svona sóða vinnubrögð!!!!!
![]() |
Segir niðurstöðu sjálfstæðismanna sátt um áframhaldandi völd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 16:21
Málið...
...tekur á sig undarlegri og undarlegri myndir með hverri mínútu sem líður. Hvað er eiginlega í gangi hérna á Landinu Bláa núna?
Spyr sá sem ekki veit???
![]() |
Björgólfur segist enga vitneskju hafa haft um sameiningu REI og Geysis Green |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 16:17
Það getur verið...
...að menn hafi skiptar skoðanir en það kemur mér bara ekki við því að ég og vinir mínir í borgarstjórnarhópnum erum allir búnir að ákveða að vera vinir aftur.
Svo gætum við kannski líka grætt eina agnarögn á þessu öllu saman því það er jú aldrei að vita nema að okkur bjóðist líka að kaupa hluti í þessu nýja sameinaða fyrirtæki á lægra gengi en bölvaður almúginn fær aðkomu að. Fólk er jú svo mikið fífl að það skilur þetta ekki eða hvað við erum að gera í borgarstjórninni.
Það er jú bara snilld, er það ekki?
![]() |
Meirihlutinn í borgarstjórn fundar um niðurstöðu sjálfstæðismanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 15:56
Hver...
![]() |
Ragnar H. Hall tekur að sér mál Svandísar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 15:47
Bíðið aðeins við...
...og hvað á svo að gera í þessu? Ekki neitt?? Allir verða bara vinir Villa aftur og hætta að rífast og vera leiðinleg við hvort annað og Villa af því allir sjá svo voðalega mikið eftir því að hafa framkvæmt hlutina eins og alls ekki á að framkvæma þá....
Sjáið bara myndina með þessari frétt. Allir orðnir vinir aftur og reyna að gleyma - og hjálpa okkur að gleyma líka - því ekki vilja þessi blessuð grey fara að koma meirihlutasamstarfinu í uppnám því það gæti jú aftur þýtt það að það þyrfti að fara að kjósa aftur og það gæti aftur haft þær afleiðingar að þessi grey, öllsömul, dyttu nú út úr launuðu nefndunum og ráðunum og stjórnunum og fengju ekki að fara til útlanda á okkar kostnað, og, og, og, og, og.............
Svo skiptir þetta allt líka svo litlu máli því fólkið á peningana og fyrirtækin, sem við ætlum að sameina og reyna svo að selja þ.a. vinir okkar geti keypt þau, fyrir ekki neitt og grætt á tá og fingri og gaukað að okkur nokkrum kúlum við og við..... Stjórnmál á Íslandi!!!!
Fólk er líka svo mikið fífl, allt saman, að það verður búið að gleyma þessu öllu, og öllu hinu líka, þegar kemur að því að þessi grey þurfa að fara að tala við fólkið aftur - svona rétt fyrir kosningar.
Þetta er bara skrípaleikur allt saman!!!
![]() |
Stefnt að því að selja hlut Orkuveitunnar í REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.10.2007 | 12:25
Björn...
...dómsmálaráðherra Bjarnason fer mikinn í skrifum um lögreglu- og fangelsismál á síðu sinni www.bjorn.is og er það vel þar sem hann er jú sá sem ábyrgð á að bera á þessum málum á Landinu Bláa.
Í pistli sínum þann 07 október s.l. kallar hann Guðmund Andra Thorsson og Þráinn Bertelsson "Misvitra álitsgjafa um lögreglu og fangelsi". Vel má vera að það sé satt og rétt og sennilega er þetta bara satt og rétt um alla álitsgjafa að þeir séu misvitrir um öll heimsins málefni. En látum það liggja á mili hluta hér.
Ég rakst á athyglisverða grein í Aftenposten, þeim norska, á netinu þar sem fjallað er um fjölda lögreglumanna á hvern íbúa á Norðurlöndunum en í greininni segir að á Íslandi séu, af öllum Norðurlöndunum flestir lögreglumenn á hvern íbúa, fæstir í Finnlandi, af því að þar hafa menn farið þá leið að láta almenna borgara sinna í auknum mæli verkefnum lögreglu............ Grein Aftenposten er hægt að lesa hér:
http://www.aftenposten.no/english/local/article2032750.ece
Ég ætla rétt að vona að Björn Bjarnason sé ekki að huga að því að fara, í auknum mæli, að láta almenna borgara þessa lands og "einkavini" (í forminu einkavinavæðing) sjá um löggæslu, eins og hann er að ýja að með fangelsin í landinu (orð eru jú til alls fyrst segir einhversstaðar)!!!
Ég verð að segja eins og er - og hætta á það um leið að verða misvitur álitsgjafi - að ég er ekki alveg að skilja hlutverk ríkisvaldsins nú á dögum. Í mínum huga er það hlutverk ríkisins - með aðgangi að þeim skattpeningum sem almenningur (og fyrirtæki þessa lands en þau eru jú samsett öll úr almenningi landins) greiðir - að sjá þegnum landsins fyrir heilsugæslu, menntun (76 gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands) og öryggi (VII kafli stjórnarskrárinnar). Flóknara er það nú ekki, í megindráttum!!! Ráðherrar lýðveldisins virðast þó, oft á tíðum, vera annarrar skoðunar sbr. hugleiðingar BB um að skoða möguleikana á því að láta einkaaðila annast, t.d. fangelsismál. Mig minnir einmitt að téður BB hafi beitt sér fyrir einka"vina"væðingu í menntamálum þjóðarinnar með þeim afleiðingum að færri og færri hafa efni á því að nálgast sum grundvallarréttindi sín, sem tryggð eru í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands þ.e. menntun.
Snúum okkur aftur að fjölda lögreglumanna sbr. úttekt Aftenposten norska, sem téður BB gerir að umtalsefni á heimasíðu sinni. Í greininni kemur fram að í Danmörku og Svíþjóð séu annarsvegar 509 og hinsvegar 511 íbúar á hvern lögreglumann og í Noregi 592 íbúar á hvern lögreglumann.
Það er svolítið gaman, oft, að glugga í gömlum bókum og þannig er að ég var að glugga í einni slíkri, sem ég á og heitir því einfalda nafni "Lögreglan í Reykjavík" en bók þessi var gefin út af tilhlutan lögreglustjórnarinnar í Reykjavík árið 1938 með styrk frá bæjarstjórn Reykjavíkur og ríkisstjórninni. Í þessari mjög svo fróðlegu bók segir m.a. frá málinu fræga með rússneska piltinn með augnsjúkdóminn, sem olli því að allt fór á annan endann í henni Reykjavík haustið 1921. Í kjölfarið á því var farið að ræða um fjölda lögreglumanna í bænum (Reykjavík). Var það mál manna að málið með rússneska piltinn "hefði verið leitt viðstöðulaust og fyrirhafnarlítið til lykta ef lögreglan hefði þá verið nægilega vel mönnuð og tólum búin". Bent er á það, í bókinni, að engar almennar reglur séu til um hlutfallið milli íbúatölu og fjölda lögregluþjóna en á það er einnig bent að af 2. gr. laga nr. 92 frá 19 júní 1933 hafi þótt hæfilegt að 1 lögregluþjónn væri fyrir hverja 700 menn í bæjum.
Ég veit ekki betur en að þessi umræða, um fjölda lögreglumanna, búnað o.fl., sé enn í gangi í þjóðfélaginu, nánast algerlega óbreytt og vek athygli á því hér að á því herrans ári 2007, tíu árum eftir stofnun embættis ríkislögreglustjórans, var fyrst að líta dagsins ljós löggæsluáætlun!!!!!!!!!!!!
Á bls. 126 í bókinni góðu er athyglisverð tafla sem sýnir yfirlit yfir fjölda íbúa á hvern lögreglumann frá 1918 til 1929. Árið 1918 voru 1703 íbúar á hvern lögreglumann í Reykjavík en árið 1929 voru 1762 íbúar á hvern lögreglumenn. Staðan hafði því versnað nokkuð á milli þessara ára þó hún hafi t.d. árið 1923 verið þó nokkuð betri eða sem svaraði 1343 íbúum á hvern lögreglumann. Mér vitanlega hefur ekki, enn þann dag í dag, verið tekin sú ákvörðun af ríkisvaldinu hvert hlutfallið milli lögreglumanna og íbúa skuli vera annarsvegar í borgum og bæjum og hinsvegar í dreifbýli. Á tölum, úr ársskýrslum ríkislögreglustjórans sést að hlutfallið er og hefur verið nokkuð rokkandi. Þannig voru t.d. 272 lögreglumenn í Reykjavík árið 2006 og samkvæmt hagstofu Íslands voru íbúar Reykjavíkur í lok árs 2006 116.642. Það vill segja að það hafi verið 428 íbúar á hvern lögreglumann í Reykjavík í árslok 2006. Mikil breyting frá því sem var árið 1918 en óhætt að fullyrða að verkefnum lögreglu hafi líka fjölgað að sama skapi með gríðarlega auknum bílafjölda, flæði fíkniefna til landsins, auknum fjölda útlendinga í landinu og svo mætti lengi telja. Það verður svo einnig að benda á þá afar einföldu staðreynd að þessir 272 lögreglumenn, sem voru í Reykjavík í lok árs 2006 voru ekki allir að störfum allan sólarhringinn m.a. vegna vaktafría hjá viðkomandi lögreglumönnum, sumarfría, veikinda o.s.fr. Hlutfallslega verður því ástandið í raun miklu verra en tölulegar staðreyndir benda til. Einhverra hluta vegna þori ég ekki að spá mikið í stöðuna eins og hún er í dag hjá sameinuðu embætti lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins - en geri það kannski síðar.
Ljóst er, af lestri bókarinnar, að þáverandi lögreglustjóri í Reykjavík Jónatan Hallvarðsson notaði tækifærið, við skrif bókarinnar að benda á slök kjör lögreglumanna með orðunum: "Það er ekki hægt að telja, að þetta hafi verið góð launakjör, en það er rétt, að þau voru að fullu sambærileg við þau kjör, sem ríkið bauð hinum lægri starfsmönnum sínum." (bls. 130). Þarna var að vísu verið að vitna til launakjara lögreglumanna í Reykjavík árið 1919 en nokkru seinna segir: "Sá ókostur fylgir alltaf því, ef menn eru lágt launaðir, að þeir, sem svo er um, sitja sig ógjarna úr færi að afla frekari fjár, þegar tækifæri býðst. Það er varla láandi, en mjög svo er líklegt, að það bitni að einhverju leyti á framkvæmd hins fasta starfs. Að því er þjóna löggæzlunnar snertir, er þetta sérstaklega viðsjárvert, vegna þess hve brýn nauðsyn er að þeir ræki starf sitt undandráttarlaust, og eins vegna þess, að staðan getur, ef svo ber undir, haft ýmislegar fjárhagslegar freistingar í för með sér, sem góð launakjör útiloka að mestu. Þetta er mjög fjarri því að vera aðdróttun, heldur er það staðreynd, sem kunn er í öðrum löndum, en sem betur fer ekki hefur bólað á hér." (bls.130 - 131). Ég fullyrði, m.a. af lestri fjölmiðla undanfarið að þessi lélega launastaða lögreglumanna á Íslandi hafi lítið, sem ekkert breyst.
Það vekur líka athygli, við lestur bókarinnar góðu, að hugmyndir BB um varalið lögreglu, sem hann talaði fjálglega fyrir fyrir ekki svo löngu, eru heldur ekki nýjar af nálinni.....en í bókinni segir frá því að skipað hafi verið, samkvæmt ákvæðum ráðuneytisins (dómsmála) allmikið af varamönnum og var því þannig fyrir komið að skipaðir voru 9 flokksforingjar, með föstum launum, sem hver hafði yfir að ráða allt að 15 manna flokki (bls.139)............ Ekkert er nýtt undir sólinni segir einhversstaðar.
Mér finnast skrif Þráins Bertelssonar, um málefni lögreglunnar í landinu - en hann hefur verið iðinn við að skrifa um þau mál - afar góð skrif og skrifuð bæði af innsæi í málefni lögreglunnar og einnig, sem skiptir miklu máli líka, kímni!!!
Björn verður að átta sig á því að menn hljóta að mega tjá skoðanir sínar á prenti án þess að hann þurfi að taka slíkt nærri sér og kalla menn misvitra álitsgjafa. Það eru jú allir misvitrir m.a.s. Björn sjálfur. Set ég svo Amen á eftir efninu hér.................... í bili a.m.k.
22.9.2007 | 11:39
Núna þarf...
![]() |
Rúmlega sextíu kíló af amfetamíni og e-töflum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |