22.2.2010 | 12:49
Þetta er...
...allt saman hið undarlegasta mál, svo ekki sé meira sagt, í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda s.s. um "glæsilega niðurstöðu", það eina sem hægt hafi verið að gera í stöðunni, best að koma þessu frá sem fyrst á þeim forsendum sem þá lágu fyrir, ekki hægt að fá betri vexti, ábyrgði Íslendinga skýr í þessum efnum, ríkisábyrgð klárlega fyrir hendi og eflaust mæti margt margt fleira tína til hér.
Það standa gríðarlega margar spurningar eftir í þessu máli öllu en stærst þeirra er án efa sú, sem beina ætti til núverandi fjármálaráðherra en hún er þessi að mínu viti:
"Hvað hefur breyst í málinu öllu, frá upphafi þess, sem gerir það að verkum að nú virðist allt í einu vera hægt að semja aftur og af hverju er sú niðurstaða, sem samninganefndin, sem Svavar Gestsson fór fyrir, ekki jafn glæsileg og raun bar vitni?"
Þá mætti einnig hugsa sér að spyrja hann þessarar spurningar einnig:
"Hvar stóð eða stendur það skrifað að ríkisábyrgð sé á skuldbindingum og ábyrgðum innstæðutryggingasjóðsins hér á landi og ef svo er eru þá einhverjar slíkar ábyrgðir fyrir hendi á sambærilegum sjóðum í öðrum löndum EES og ESB svæðisins?"
Fundur hafinn um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Einmitt
Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur fari og kjósi strax um þetta viðbjóðslega mál og sýni þar með í verki að núverandi stjórnvöld og stjórnskipan sé með öllu ólíðandi!
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 13:13
Það er ágætt, í þessu samhengi, að lesa tvær greinar Sigurðar Líndal lagaprófessors, sem hann birti í Fréttablaðinu, annarsvegar þann 16. febrúar s.l. og hinsvegar í dag 23. febrúar. Hann er einmitt að fjalla um síðari spurningu mína, hér að ofan, og færir rök fyrir því - sem reyndar er staðreynd - að engin ríkisábyrgð er né þarf að koma til á skuldbindingar eða möguleg lán innstæðutryggingasjóðsins nema að kröfu Breta og Hollendinga!
Snorri Magnússon, 23.2.2010 kl. 17:09
Við eigum að segja okkar með því að kjósa!
Sigurður Haraldsson, 25.2.2010 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.