Fólksflótti?

Í kjölfar hvarfs síldarinnar í kringum 1968, falls krónunnar um rúm 30% og mikils atvinnuleysis varð gríðarlegur fólksflótti frá Íslandi.  Sennilega hafa einhverjar þúsundir Íslendinga yfirgefið heimili sín hér, á þessum tíma, ýmist til lengri eða skemmri tíma og flutt til annarra landa.  Töluverður hópur þessa fólks býr enn utan Íslands, t.d. í Ástralíu, sem var vinsælt land á þessum árum.

Vonandi verður sú ekki raunin nú!

Ég sá Silfur Egils í dag og gladdi það mitt litla hjarta að sjá, í annað sinn á tiltölulega stuttum tíma, að Egill fékk í þáttinn til sín Jóhannes Björn, sem skrifaði m.a. bókina "Falið Vald" sem ég hef verið að hvetja lesendur þessarar blogsíðu til að lesa en það má gera með því að fara á slóðina www.vald.org


mbl.is Hópuppsagnir í byggingariðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

1968,, Þá streymdu iðnaðarmenn úr landi,, sendu launin sín heim,, þannig sprautuðu þeir gjaldeyri til Íslands,, auk þess að sjá fjölskyldum sínum fyrir nauðsynlegu viðurværi,, Sama og hefur verið að gerast hér síðustu 5 árin,,20.000 manns hafa sprautað 100.000 árslaunum úr landi,, Og Davíð hækkar í sífellu greiðslubyrði á okkur hinum með hækkun stýrivaxta til að draga úr gjaldeyrisútflæðinu,,

Bimbó (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 06:34

2 Smámynd: Snorri Magnússon

NÁKVÆMLEGA!!!!!!!

Snorri Magnússon, 28.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband