Reykjavík, Ísland...

...Riga, Lettland!!

Er það bara ég eða er eitthvað líkt með ástandinu í þessum tveimur löndum?

"Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur veitt Lettlandi lán að andvirði 7,5 milljarða evra. Þing landsins hefur samþykkt sparnaðaraðgerðir, hækkað skatta og minnkað ríkisútgjöldin verulega, meðal annars lækkað laun ríkisstarfsmanna um allt að 15%. Vaxandi verðbólga og atvinnuleysi hefur kynt undir gremju landsmanna. Margir kenna stjórn mið- og hægriflokkanna um efnahagskreppuna."


mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta ert ekki bara þú!

Guðmundur Ásgeirsson, 14.1.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Mikið er nú gott að fá það staðfest.

Sammerkinging virðist hér vera efnahagsstjórn mið- og hægriflokka, alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og "dass" af alþjóðlegri fjármálakreppu, eða hvað? 

Það er þó undarlegt að lesa í fréttum að í þeim löndum þar sem sjóðurinn er ekki að verkum er verið að lækka skatta á einstaklinga og fyrirtæki, lækka stýrivexti, setja inn aukið fjármagn í atvinnulífið o.fl. (Bandaríkin, Bretland og Þýskaland svo einhver lönd séu nefnd).

Snorri Magnússon, 14.1.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ástæðan er líklega sú að þetta eru þau ríki sem hafa það í hendi sér að gefa út gjaldmiðla sem eru gjaldgengir í alþjóðlegum viðskiptum, auk þess sem erlendir aðilar og þjóðríki eiga flest til dollara og geta því auðveldlega fjárfest í BNA t.d. í ríkisskuldabréfum. Björgunarpakkar bandarísku ríkisstjórnarinnar eru t.d. nánast eingöngu fjármagnaðir með seðlaprentun og skuldabréfaútgáfu, sem rýrir auðvitað verðmæti gjaldmiðilsins. En ástæðan fyrir því að IMF er ekki að störfum þar er að það er í raun afar lítið sem þeir geta gert við þessar aðstæður, IMF gefur ekki út peninga heldur safnar þeim frá viðkomandi ríkisstjórnum og lánar þá svo út til smærri hagkerfa eftir þörfum. Eignir IMF í hverjum þessara gjaldmiðla (dollar, pund, evra) eru auk þess smámunir í samanburði við hina gríðarstóru "björgunarpakka" sem er verið að prenta beggja vegna Atlantshafsins. Við sem erum ekki svo heppin að búa í þessum ríkjum þurfum hinsvegar að kaupa einhverja af þessum gjaldmiðlum til að geta átt viðskipti við önnur lönd. Svo er þetta bara spurning um framboð og eftirspurn, núna þegar framboðið af áðurnefndum gjaldmiðlum er lítið hækkar verðið sem útskýrir að hluta til lágt gengi krónunnar. Háir stýrivextir og gjaldeyrishöft eiga hinsvegar að þjóna þeim tilgangi að halda fjármagni inni í landinu til að minnka eftirspurn eftir gjaldeyri, og hafa þannig hemil á verði hans (gengi krónunnar). Hvort einhverjar af þessum aðgerðum munu skila nokkrum árangri á enn eftir að koma í ljós. Persónulega óttast ég að þær muni hinsvegar bara auka ójafnvægi í kerfinu og gera þannig illt verra. Einn ljós punktur í myrkrinu er þó vöruskiptahalli Íslands sem hefur tekið miklum viðsnúningi á skömmum tíma. Ég veit hinsvegar að svo er ekki allsstaðar, í Bandaríkjunum er vöruskiptahallinn ásamt mikilli skuldsetningu vegna "björgunaraðgerða" á góðri leið með að verða þeim ofviða. Það kæmi ekki á óvart ef í lok þess árs yrði komin þar óðaverðbólga og má þegar sjá þess merki ef vel er að gáð, dollarinn hefur t.d. hrapað stöðugt gagvart Evru undanfarið ár eða svo. Hvaða afleiðingar yfirvofandi hrun dollarahagkerfisins mun hafa er engin leið að segja til um, nema kannski að þeirra mun gæta um allanheiminn vegna þess hversu mikið dollarar eru notaðir í alþjóðaviðskiptum.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.1.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband