Getur ekki...

...hvað?  Verið lengi án stjórnar?  Halló?

Er þetta ekki eftirlitsstofnun, sem vinnur skv. lögum?  Er henni ekki ætlað að hafa eftirlit með því að fjármálastofnanir vinni innan ramma þeirra laga og reglna sem þeim eru settar?  Er stofnunin ekki þar með orðin svipuð t.d. skattrannsóknarstjóra, tolli, lögreglu, samkeppniseftirliti og öðrum slíkum eftirlitsstofnunum hins opinbera, sem ætlað er að tryggja jafnræði þegnanna, koma í veg fyrir brot og rannsaka brot komi þau upp?

Hvern fjandann er slík stofnun að gera með stjórn?  Hvert er hlutverk slíkrar stjórnar, annað en að þiggja einhverjar grilljónir í laun á ársgrundvelli af skattpeningum almennings og vera skálkaskjól stjórnmálaflokka til að koma sínu fólki að?

Hér ætti að vera nóg að vera með forstöðumann, sem heyrði beint undir viðeigandi fagráðuneyti svipað og lögregla heyrir undir dómsmálaráðuneyti, tollur og skattrannsóknarstjóri undir fjármálaráðuneyti o.s.frv...  Eða hvað??


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Voðalegur kjáni geturðu verið elsku kallinn minn.  Án stjórnar gæti stofnunin og starfsmenn hennar vaðið um fjármálastofnanir á haugskítugum blankskónum og rannsakað og fylgt eftir lögum og reglum hægri vinstri, meira að segja hjá þeim sem alls ekki má rannsaka.  Það gæti aldrei gengið, þú sérð það í hendi þér er það ekki?

Torfi Magnússon (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 16:35

2 Smámynd: Snorri Magnússon

Já auðvitað, endemis ekki bölvaður bjáni get ég verið - nú og vitleysingur líka - að sjá þetta ekki í hendi mér....

Takk fyrir að opna augum mín, enn á ný, fyrir því að öll dýrin skuli vera jöfn, bara sum jafnari en önnur (Dýrabær - George Orwell).

Snorri Magnússon, 5.2.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband