1.8.2009 | 01:43
Það er...
...ótrúlegt að lesa fréttirnar af opinberunum úr lánabókum Kaupþings rétt fyrir hrunið og sjá yfirklórið hjá núverandi stjórnendum (ríkis)bankans vegna "lekans". Var ekki eitt af yfirlýstum markmiðum núverandi ríkisstjórnar að stunda "opinbera" stjórnsýslu og "gegnsæi" í hvívetna? Eru þessar fögru yfirlýsingar og fyrirheit bara orðin tóm og pólitískt "kjaftæði" til að þagga niður í óánægju röddum hverskonar? Er þetta allt saman sama hjáróma mjálmið og viðhaft er þegar fjallað er um það að "bjarga" heimilum og fjölskyldum landsins frá þeim efnahagsþrenginum sem dunið hafa á okkur í kjölfar bankahrunsins?
Að mínu viti, sem ég fúslega viðurkenni að er takmarkað á köflum, er ALLT sem réttlætir þennan leka þrátt fyrir ákvæði laga um þagnarskyldu o.fl. í þeim dúr!! Hér er um að ræða hagsmuni almennings og upplýsingar sem eiga erindi, ekki bara við íslenskan almenning heldur almenning veraldarinnar!!! Svo einfalt er það nú bara í mínum huga. Hér á við, það sem ég hef heyrt haft eftir Sigurði Líndal fyrrverandi lagaprófessor, þegar hann útskýrði hugtakið "Nauðsyn brýtur lög" á þann veg að nauðsyn gæti í raun aldrei brotið lög heldur "viki hún lögum til hliðar".
Wikileaks, svo skemmtilega sem það fellur að íslenska heitinu að "víkja" einhverju til hliðar eða út af borðinu sbr. skilgreiningu Sigurðar, á hrós skilið fyrir að "standa uppi í hárinu" á þeim aðilum innan (ríkis)Kaupþings, sem hóta málssóknum vegna birtingar Wikileaks á áðurnefndum upplýsingum. Heill sé þér Wikileaks!! Heill sé þér Jay Lim fyrir einarða afstöðu þína!! Heill sé þér "litli bankamaður" fyrir að "leka" upplýsingunum út í alþjóðasamfélagið, fyrir alþjóð að lesa!!
Lesið www.vald.org
Segja trúnað gilda um upplýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:52 | Facebook
Athugasemdir
Falið Vald er tær snilld, ætti að vera skyldulesning í efri bekkjum grunnskóla.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.8.2009 kl. 03:24
Algerlega sammála þér Guðmundur!
Snorri Magnússon, 1.8.2009 kl. 03:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.