Mæltu...

...manna heilastur Tryggvi Þór!!!

Nú hefur formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fengið liðsmann úr röðum Sjálfstæðismanna við efnahagsaðgerðir þær sem hann og Framsóknarflokkurinn kynntu fyrir par vikum síðan!  Sigmundur Davíð hnykkti á þessum tillögum sínum í Silfri Egils í gær og benti á þá einföldu staðreynd að mest af þessum skuldum, einstaklinga og fyrirtækja, væru við "gömlu bankana" og búið væri að afskrifa megnið af þeim hvort eð væri!!!!

Virkilega athyglisverð bloggfærsla hjá Tryggva Þór, sem ég hvet alla til að lesa!  Úrtölumenn ættu að hafa í huga að fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins, Geir H. Haarde, valdi Tryggva Þór sérstaklega, sem sinn ráðgjafa í efnahagsmálum í kjölfar bankahrunsins.  Eitthvað hlýtur því að vera spunnið í manninn en ég tek það fram að ég þekki hann ekki neitt og hef aldrei rætt við hann.

Þeir sem vilja kynna sér leið Framsóknarflokksins í sömu átt geta smellt hér.


mbl.is Tryggvi Þór: 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mætti ekki...

...nota þennan pening - fyrst stjórn fyrirtækisins og eigendur vilja ekki hækka laun starfsfólks m.v. gerða samninga - til að efla enn frekar eiginfjárstöðu fyrirtækisins og gera það þannig enn betur í stakk búið til að takast á við kreppuna, sem er langt í frá búin?  Gæti þessi leið ekki orðið ágætis lending í því þrátafli sem virðist vera að myndast?

Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Hófsamar arðgreiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því er...

...lokið. 

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, vegna komandi Alþingiskosninga er nú lokið.  Það verður að segjast, alveg eins og það er, að kosningaþátttakan var afar dræm t.a.m. í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi (Kraganum) þar sem ég bauð mig fram.  Endurnýjun hefur ekki orðið mikil á listum flokksins á landsvísu sem ég því miður held að eigi eftir að koma flokknum í koll í komandi kosningum til Alþingis.  Guðbjörn Guðbjörnsson félagi minn og vinur ritaði ágætis færslu um þetta á sínu bloggi í dag.

Það er skemmst frá því að segja að ég, líkt og félagi minn og vinur Guðbjörn, tapaði með "glæsibrag"!  Smile

Ég ákvað það, um leið og ég ákvað að taka þátt í þessu prófkjöri að halda kostnaði við kynningar á sjálfum mér í algjöru lágmarki.  Ég ákvað það líka, líkt og Dögg Pálsdóttir, að gefa upp til almennings hver kostnaðurinn yrði og geri ég það hér með:

Kostnaður minn vegna þátttökunnar í þessu prófkjöri var kr. 50.000,-

Þessi kostnaður er tilkominn vegna þátttöku í vefsíðunni www.profkjor.is, prentunar á kynningarriti í kjördæminu, þátttaka í sameiginlegum framboðsfundum og tölvupóstsending til flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem skrifstofa flokksins sá um.

Ég ákvað það, um leið og ég ákvað að gefa kost á mér í þessu prófkjöri, að opna ekki kosningaskrifstofu, prenta ekki neitt kynningarefni um mig sérstaklega, standa ekki að neinum úthringingum og setja ekki neinar auglýsingar í blöð, sjónvarp eða netmiðla.  Það eina sem hefur birst, þar sem ég hef verið kynntur er sameiginlegt blað sem gefið var út af kördæmisráði Sjálfstæðisflokksins (sjá kostnað hér að ofan) og sérstök útgáfa af blaðinu Garðar sem gefið er út af Sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ. 

Ég þakka sérstaklega öllum þeim sem kusu mig í þessu prófkjöri og sýndu með því trú sína og traust á mig!


Í fyrsta sinn...

...sem Ísland fær heimsókn frá ÖSE í aðdraganda kosninga.  Í kjölfarið tekur ÖSE svo ákvörðun sína um hvort fylgjast eigi með kosningum hér á landi!

Þetta eru grafalvarlegar fréttir ofan í allt sem á undan er gengið!!

Til hamingju Ísland með að vera komið á blað með gjörspilltum ríkjum þriðja heimsins og víðar.  Til hamingju Ísland með að vera komið á blað með ríkjum, um víða veröld, sem hrunið hafa í blóðugar borgarastyrjaldir með þeirri eymd, örbirgð og mannlegu harmleikjum sem slíku fylgir.

Gæti það hugsanlega, mögulega, kannski verið að það sem Davíð Oddsson sagði í Kastljósi í gær, þar sem hann ýjaði að óeðlilegri fyrirgreiðslu, sem m.a. ýmsir stjórnmálamenn hafi fengið innan hins nú hrunda bankakerfis, sé allt saman satt og rétt?

Rétt er að spyrja að leikslokum!  Þá, vonandi, kemur hið sanna og rétta í ljós! 

Til hamingju Ísland!!


mbl.is Fulltrúar ÖSE væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv...

...sárt að þurfa, komi til þess, að greiða allar þessar milljónir í skatta af einhverju sem ekkert er núna!!! 

Það hefði, kannski, betur farið á því að menn hefðu farið örlítið hægar yfir.  Segir ekki einhversstaðar að kapp sé best með forsjá??


mbl.is Magnús krafinn um tæpan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð er...

...bara flottastur!!!

Segðu okkur núna af hverju Bretarnir skelltu Landsbankanum undir hryðjuverkalög!  Við þurfum að fá að vita þetta svo hægt sé að hreinsa almennilega til í sukkinu hérna og fara að byggja upp aftur.  Þú veist þetta og miklu, miklu meira til - ÚT MEÐ SPROKIÐ.

ÞINN TÍMI ER NÚNA!!!


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum...

...datt það í hug að 80 daga ríkissstjórnin, sem hér komst á, í kjölfar "Búsáhaldabyltingarinnar" svokölluðu myndi áorka einhverju sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefði ekki getað áorkað? 

Er einhver Íslendingur svo vitlaus að halda það að það ástand sem nú er uppi sé eitthvað betra en það sem var fyrir ríkisstjórnarskiptin?


mbl.is Harma innantóm loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ekki...

...hvað?  Verið lengi án stjórnar?  Halló?

Er þetta ekki eftirlitsstofnun, sem vinnur skv. lögum?  Er henni ekki ætlað að hafa eftirlit með því að fjármálastofnanir vinni innan ramma þeirra laga og reglna sem þeim eru settar?  Er stofnunin ekki þar með orðin svipuð t.d. skattrannsóknarstjóra, tolli, lögreglu, samkeppniseftirliti og öðrum slíkum eftirlitsstofnunum hins opinbera, sem ætlað er að tryggja jafnræði þegnanna, koma í veg fyrir brot og rannsaka brot komi þau upp?

Hvern fjandann er slík stofnun að gera með stjórn?  Hvert er hlutverk slíkrar stjórnar, annað en að þiggja einhverjar grilljónir í laun á ársgrundvelli af skattpeningum almennings og vera skálkaskjól stjórnmálaflokka til að koma sínu fólki að?

Hér ætti að vera nóg að vera með forstöðumann, sem heyrði beint undir viðeigandi fagráðuneyti svipað og lögregla heyrir undir dómsmálaráðuneyti, tollur og skattrannsóknarstjóri undir fjármálaráðuneyti o.s.frv...  Eða hvað??


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er...

...hennar tími loksins kominn??

Það er alveg ljóst að ALLIR Íslendingar munu fylgjast afar náið með störfum Jóhönnu í nánustu framtíð.  Ljóst má einnig telja að stór hluti heimsbyggðarinnar muni einnig fylgjast með því sem hér mun gerast næstu vikurnar.

Það er klárt að hún er ekki öfundsverð af hlutskipti sínu um þessar mundir!

Ég, fyrir mitt leyti, óska henni alls hins besta, sem og þjóðinni allri!!

Að lokum vitna ég í orð Jóhönnu sjálfrar:

"MINN TÍMI MUN KOMA!!"


mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað breytir...

...einhverju ef eitthvað breytist þá á annað borð.  Í þessari frétt er mikill fróðleikur og sennilega líka sannleikur um ástand mála t.d:

"Hann [Chris Turner hjá ING] segir að fjármálamarkaður horfi einkum á þá hættu, sem talin er vera á lánveitingum til Íslands og bati sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslenskum efnahagsmálum."

Nokkru síðar segir m.a:

"Fram kemur að fjárfestar séu afar tortryggnir í garð íslenskra stofnana eftir bankahrunið, sem varð í október en margar fjármálastofnanir hafa tapað miklu fé á falli bankanna.  Þetta leiðir til þess, að lítil sem engin alþjóðleg viðskipti eru með krónuna."

Og:

"Afar fáir bankar vilja taka lánaáhættu gagnvart íslenskum bönkum eins og stendur," segir Turner.  "Þetta kemur í veg fyrir að krónumarkaður myndist utan Íslands."

Og enn nokkru síðar: 

"Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári.  Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák.  Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann."

Vonandi verður allt í lagi þegar fer að sjá út úr öldudalnum þó útlitið sé vissulega afar dökkt, nánast kolsvart.  Ég tel þó næsta víst að það ástand, sem er og hefur verið að skapast í íslenskum stjórnmálum þar sem m.a. má sjá ákveðna stjórnarflokkaþingmenn í stjórnarandstöðu, komi til með að dýpka þessa "kreppu" enn frekar og snarauka á þau vandræði sem við okkur blasa.

Með þessu er ég ALLS EKKI að verja aðgerðir (eða kannski öllu heldur aðgerðarleysi) stjórnvalda enda gengur ekki til lengdar að stjórna með aðferðinni "flýtur á meðan ekki sekkur" eða eins og gjarnan er sagt á fínni útlensku "laissez faire".  Sitthvað um laissez faire stefnuna má lesa hér.

Hér má heldur ekki gleyma hugmyndunum um hinn frjálsa markað (e. free market) en lesa má eitt og annað um hann hér.  

Lýtur allt rosalega vel út á prenti, nákvæmlega eins og svokallaðar "vinstri stefnur" t.d. kommúnisminn.  Það sem hinsvegar gleymist, í öllum þessum "stefnum" - sama í hvað áttir þær virðasta benda - er sú staðreynd að maðurinn býr yfir miklu magni af allskyns löstum, t.d. græðgi, ranglæti, óhófi, grimmd, hefnigirni og undirferli, svo eitthvað sé nefnt.  Mannskepnunni virðist það miklu tamara að temja sér lesti umfram dyggðir s.s. samkennd, réttlæti, hóf, heiðarleika o.s.frv.

Við búum ekki í fullkomnum heimi og munum sennilega aldrei gera en við gætum komist ansi nálægt því ef við temjum okkur dyggðir, góða siði og heiðarleika í samskiptum við alla menn. 

Ef einhverntíma er rétti tíminn til að staldra við og líta til baka yfir farinn veg með það að markmiði að laga það sem aflaga fór þá er sá tími núna.

Lesið einnig www.vald.org

Að síðustu ættu allir Íslendingar, einmitt núna, að lesa "Dýrabæ" (e. Animal Farm) eftir George Orwell.  Lesa má um bókina og hugmyndirnar, sem settar eru fram í henni, hér.


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband