24.1.2009 | 02:12
Nýtt lýðveldi...
...er hreyfing sem stofnuð hefur verið til að hrinda í framkvæmd byltingarkenndum hugmyndum á íslensku stjórnarfari. Hugmyndum sem myndu, ef þær næðu fram að ganga, gera það að verkum að stjórnskipan landsins og vald hverskonar yrði í þá veru sem best þekkist í lýðræðisríkjum allt í kringum okkur.
Ég hvet alla þá, sem lesa þetta, að kynna sér málið nánar á vefsíðu hreyfingarinnar www.nyttlydveldi.is þar er jafnframt hægt að setja nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings hreyfingarinnar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2009 kl. 11:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2009 | 02:12
Það er...
...hreint alveg með ólíkindum að Íslendingar skuli ekki einu sinni geta orðið sammála um að mótmæla því ástandi sem uppi er í þjóðfélaginu. Við getum ekki einu sinni orðið sammála um það að við teljum okkur órétti beitt sem þjóð. Við getum ekki einu sinni sammælst um hið augljósa.
Nei við þurfum að rembast, hvert í okkar horni í einstaklingsmótmælum. Hvort sem það er hópurinn, sem safnast hefur saman á Austurvelli laugardag, eftir laugardag, undanfarna mánuði, eða svokallaðir aktivistar (sem lítið gera annað en að skemma eigur almennings og þar með auka á skuldir þjóðarbúsins, þó ekki væri nema gegn sjálfu sér), hópurinn sem safnast saman ýmist í Iðnó eða Háskólabíó til að hlusta á ræðuhöld, nú eða kverúlantar eins og ég sem hamra á lyklaborðið og blogga um fréttir liðinna tíma. Íslendingar eru með ólíkindum!
SAMSTAÐA er það sem þarf núna. SAMSTAÐA er það sem mun koma okkur upp úr hjólförum aðgerðar- og vonleysis. SAMSTAÐA er vænleg til árangurs. SAMSTAÐA um velferð þjóðar. SAMSTAÐA um grundvallargildi. SAMSTAÐA um samheldni. SAMSTAÐA um framþróun. SAMSTAÐA um hið mannlega framar hinu veraldlega. SAMSTAÐA um ást og umhyggju. SAMSTAÐA um leiðir fram á við að markmiðum réttláts samfélags án forréttinda. SAMSTAÐA um réttlátara samfélag þar sem allir fá að njóta sín án tillits til tekna og eigna. SAMSTAÐA um umhyggju fyrir hvert öðru.
Fundurinn ólöglegur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
14.1.2009 | 23:52
Tær snilld...
...á bloggsvæði Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamál, á visir.is (http://blogg.visir.is/mannamal/)
"Eflaust telst það afrek nokk
í opinberum geira
að sitja af sér fokking fokk
og fokka bara meira."
Þessa og ýmsar aðrar, stórskemmtilegar, vísur um efnahags- og stjórnmálin á Íslandi er að finna á vefnum (http://blogg.visir.is/mannamal/?page_id=93).
"Helvítis fokking, fokk."...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.1.2009 kl. 00:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2009 | 00:45
Ofan koma af...
...fjöllunum??
Þetta er nú sá árstími að þeir eiga að vera farnir aftur til fjalla, sem ollu óskunda og búsifjum fyrir jólin...
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 00:38
Ganga ekki á...
...faglegan heiður sinn í ræðuhöldum á opnum borgarafundi!!
Hvað á ráðherra í ríkisstjórn Íslands við með þessum orðum?
Af hverju þurfti Ingibjörg Sólrún að ráða Sigurbjörgu heilt varðandi ræðu hennar?
Af hverju þurfti Sigurbjörg að nálgast ræðu sína af varfærni að mati Ingibjargar Sólrúnar?
Af hverju ætti Sigurbjörg að vera í hættu með að ganga á faglegan heiður sinn með því að tala á opnum borgarafundi?
Þessum og fleiri spurningum þarf Ingibjörg Sólrún að svara!!
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.1.2009 | 00:30
Reykjavík, Ísland...
...Riga, Lettland!!
Er það bara ég eða er eitthvað líkt með ástandinu í þessum tveimur löndum?
"Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur veitt Lettlandi lán að andvirði 7,5 milljarða evra. Þing landsins hefur samþykkt sparnaðaraðgerðir, hækkað skatta og minnkað ríkisútgjöldin verulega, meðal annars lækkað laun ríkisstarfsmanna um allt að 15%. Vaxandi verðbólga og atvinnuleysi hefur kynt undir gremju landsmanna. Margir kenna stjórn mið- og hægriflokkanna um efnahagskreppuna."
Óeirðir vegna kreppu í Riga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.1.2009 | 09:40
Aðgerðir...
...upp á 50 milljarða evra í Þýskalandi til að örva efnahagslífið og skattalækkanir á fyrirtæki og einstaklinga, svo eitthvað sé nefnt.
Allar fréttir, sem berast af aðgerðum erlendra stjórnvalda, vegna efnahagskreppunnar eru á sama veg......skattalækkanir, innspýting inn í efnahagskerfi viðkomandi landa, stýrivaxtalækkanir o.fl. í þeim dúr.
Á Íslandi eru öllu þveröfugt farið, skattahækkanir, engin innspýting, engar stýrivaxtalækkanir....
Hvað er öðruvísi hér? - jú það er dýralæknir sem er fjármálaráðherra.
50 milljarða aðgerðir í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.1.2009 | 00:59
Staldraðu við...
"...halló, halló staldraðu við. Halló, halló staldraðu við, eigðu við mig orð..."
Endurgreiddi 370 milljónir, sem er um helmingur af því sem hann fékk á þeim tíu árum sem hann vann hjá Glitni, mínus skattar og önnur opinber gjöld þ.a. hann heldur enn eftir a.m.k. 370 milljónum - eða hvað? Hvað skyldi það gera í laun á mánuði þau tíu ár sem hann vann hjá bankanum?
370 / 120 = 3.083.333,- kr!!! á mánuði í tíu ár!!! (eða öllu heldur rúmar 6.000.000,- því hann er jú búinn að skila u.þ.b. helmingnum mínus, væntanlega vextirnir sem hann hefur haft af þessum upphæðum). Hvað er venjulegur verkamaður, sem svo sannarlega er verðugur launa sinna, lengi að vinna sér inn þessi laun? Sá hinn sami verkamaður þarf nú, ásamt okkur hinum, að borga fyrir svallveisluna!
Bjarni, greyið, heldur greinilega að fólk sé fífl ef hann trúir því að einhver trúi því að hann iðrist gjörða sinna!!! Hann má þó eiga það, greyið, að það er virðingarvert af honum að koma fram núna og segja það sem hann hefur að segja, en fjandi er það seint um rassgatið gripið þegar allt er komið í brækurnar!!! Hefði hann ekki átt að stíga fram fyrr og "opna sig"?
Endurgreiddi 370 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 00:51
Álit...
...um álit, frá áliti til álits á hinu og þessu og svo ekki söguna meir fyrr en aftur verður gefið út álit um álit frá áliti til álits um bara hvaðeina...en...
Ekkert breytist!!!
Var óheimilt að ráða án auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.12.2008 | 00:35
Álit...
...á álit ofan á álit á álit ofan á.........
Og hvað svo??
Annmarkar á skipun dómara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |