Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.8.2007 | 12:18
Ekkert...
...til sveitarfélagsins, en þiggja alla þjónustu, sem sveitarfélagið, sem viðkomandi býr í, hefur upp á að bjóða. Þannig hefur fjöldi fólks það á Íslandi í dag. Nýtur þess að láta aðra greiða fyrir þá þjónustu sem það notar.
Mér fannst undarlegt að lesa greiningu fjármálaráðuneytisins á fjármagnstekjum ríkissjóðs, eins og hún er fram sett í frétt MBL.IS:
- Á árinu 2006 var fjöldi einhleypra sem ekki var með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 2381. Þar af voru hins vegar 2128, eða tæplega 90%, með minna en 50 þúsund krónur í fjármagnstekjur á árinu. Að stórum hluta er um að ræða ungt fólk sem ekki er á vinnumarkaði. Samtals 2270, eða 95% alls hópsins, er með minna en eina milljóna króna í fjármagnstekjur. Af þeim 2381 einstaklingi, sem hér um ræði, greiði einungis 116 einhvern fjármagnstekjuskatt.
- Á árinu 2006 var fjöldi hjóna sem ekki var með neinar aðrar tekjur en fjármagnstekjur alls 150. Þar af voru 85 hjón, eða 57%, með minna en 100 þúsund krónur á árinu í fjármagnstekjur og 92 hjón, eða 61%, með minna en eina milljón króna í fjármagnstekjur. Einungis 51 hjón úr þessum hópi greiða einhvern fjármagnstekjuskatt.
Ég hlýt, eins og reyndar margir aðrir Íslendingar, að spyrja sjálfan mig hvernig í ósköpunum fólk, framfleytir sér og sinni fjölskyldu á þeim lúsarlaunum, sem uppgefinn fjármagnstekjuskattur viðkomandi er?
Jafnframt er ég stoltur af því, sem Íslendingur, að koma þessu vesalings fólki til hjálpar og greiða fyrir það þá þjónustu, sem það þiggur frá ríki og sveitarfélögum.
Ég segi stoltur, eins og Þorvaldur heitinn Guðmundsson í Síld og Fiski, "Ég greiði GLAÐUR skatt af hverri einustu krónu sem ég vinn mér inn."
Ætli skattrannsóknarstjóri sé eitthvað að skoða þessa hluti?
![]() |
2381 einstaklingur aðeins með fjármagnstekjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 16:25
Það var...
...og. Þetta er nokkuð, sem Jóhannes Björn hefur verið að skrifa um á heimasíðu sinni www.vald.org um langa hríð. Hann hefur líka bent á það hvernig bankarnir í raun starfa - með allt sitt ALLTAF á tandurtæru - á peningamarkaði í bók sinni "Falið Vald", sem hægt er að lesa í heild sinni á vefsíðu Jóhannesar Björns. En Den Danske Bank o.fl. hafa náttúrulega bara verið að bulla af því að það hentar ekki alltaf öllum að heyra það sem kannski sannara reynist.
Á vefsíðu Jóhannesar Björns má m.a. lesa eftirfarandi:
"Það ríkir mikil bjartsýni í fjármálaheiminum og margir halda að búið sé að finna upp nokkurs konar eilífðarvél og kerfið geti endalaust tryggt sig sjálft með afleiðuviðskiptum. Þetta er gamli draumurinn um að búa til eitthvað úr engu með framleiðslu á pappír frekar en skapa alvöru vörur eða þjónustu. Í raunveruleikanum ganga hlutirnir þannig fyrir sig að aukið framboð vöru og þjónustu skapar rúm fyrir meiri pappírsverðmæti, en það er aldrei hægt að snúa því dæmi við nema í stuttan tíma. Verðbólgan heldur alltaf innreið sína þegar peningar eru prentaðir gagngert til þess að efla hagkerfið."
Svo getur hver fyrir sig skoðað það sem verið hefur að gerast hér á landi og reyndar mjög víða annarsstaðar.
Eitt er allavega víst að meginþorri almennings er ekki að græða á ævintýralegri velgengni banka, fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja í lægra vöruverði, vöxtum, stimpilgjöldum, dráttarvöxtum, verðtryggingu og hvað þetta nú heitir allt saman.
![]() |
Órói á fjármálamörkuðum getur haft áhrif á skuldsettar yfirtökur Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.8.2007 | 16:32
Ja, há...
...það er víðar en á Íslandi sem fólk á í greiðsluerfiðleikum, þrátt fyrir allt góðærið. Mér datt í hug, bara að gamni mínu, að fara inn á heimasíðu Barcleys banka í Bretlandi (http://www.barclays.co.uk/) og kanna hvernig lán maður fengi með því að rúlla í gegnum síðuna hjá þeim.
Hér fyrir neðan er svo útkoman en ég gerði ráð fyrir láni að upphæð tíu þúsund pund, sem skv. frétt MBL.IS eru um IKR 1.200.000,-
"How much would you like to borrow? £10,000
Are you a Barclays customer? No
Do you currently have a Barclays loan?
Are you a homeowner? Yes
Based on the answers you've given us, we recommend:
Add that conservatory, build into your loft or simply consolidate your debts with a Secured Barclayloan. Even if you're not a Barclays customer you could borrow £5,000 to £100,000 over 5 to 25 years.
The overall cost for comparison is 6.9% APR. The actual rate available will depend upon your circumstances. Ask for a personalised illustration.
By repaying your borrowing over a longer term, your overall interest charges will increase. If the loan is settled early, an early repayment charge will apply during the loan period.
THINK CAREFULLY BEFORE SECURING OTHER DEBTS AGAINST YOUR HOME. YOUR HOME MAY BE REPOSSESSED IF YOU DO NOT KEEP UP REPAYMENTS ON YOUR MORTGAGE"
Vextir sem sagt um 6,9% (án verðtryggingar að sjálfsögðu en þó hugsanlega með veði í fasteign).
Sambærilegt lán í lánastofnun á Íslandi bæri vexti frá rúmum 8% (verðtryggð) upp í rúm 24% (yfirdráttarvextir).
Þetta er að sjálfsögðu ekki vísindaleg úttekt á vaxtamun á milli landa en gefur ákveðna mynd þó...
![]() |
Átta milljónir Breta eiga í alvarlegum greiðsluerfiðleikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.7.2007 | 10:51
Þá liggur...
...hann fyrir, þessi árlegi listi yfir þá sem hæst opinber gjöld greiða.
Nú þarf einhver talnaglöggur snillingur að setjast niður og reikna út hvað þetta þýðir í raunlaun þessara einstaklinga, m.v. forsendur fjármagnstekjuskatts annarsvegar og tekjuskatts hinsvegar. Svo að sjálfsögðu að bera niðurstöðurnar saman við fólkið, sem lægst launin þiggur - launin sem alls ekki er hægt að hækka því þá færi allt á hvolf í þjóðfélaginu í endalausri þenslu, verðbólgu og hvað þetta nú heitir allt saman.
Ég náði ekki inn á þennan lista þetta árið, frekar en önnur, en uni þó afar sáttur við sjálfan mig og tilveruna...
![]() |
Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.7.2007 | 13:58
Ömurlegar...
...fréttir um ömurlegt ástand í annars yndislegri borg. Ástand, sem því miður, á sennilega ekki eftir að gera neitt annað en versna.
Ömurlegri eru þó viðbrögð margra bloggverja og skrif þeirra, illa ígrunduð, um hver eða hverjir þarna hafi verið að verki.
Amen...á eftir efninu hér!
![]() |
Maðurinn sem varð fyrir skotárás í Reykjavík er látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.7.2007 | 17:27
Það leynist...
...víða maðkur í mysunni, virðist vera...
![]() |
Sýknaðir af ákæru vegna innflutnings á 3,8 kg af kókaíni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.7.2007 | 10:43
Ja hérna...
...hér, engin ástæða til að óttast um öryggi fólks, sem starfar á stríðsátakasvæði?? Hvaða snillingur er það sem getur haldið slíkum fullyrðingum fram? Hvað með "græna svæðið" í Baghdad, hvað með árásina sem gerð var á aðalskrifstofu Sameinuðu Þjóðanna, í þeirri sömu borg, fyrir ja allmörgum árum núna (BNA hermenn áttu að gæta öryggis þeirrar byggingar). Hvað með teppakaupaleiðangur Íslendinga í Afghanistan fyrir nokkrum árum..............og svo mætti lengi telja.
Staðlað "mat" sem stuðst er við á svona svæðum segir afar lítið um ástandið sjálft, þó svo að það geti vissulega gefið ákveðnar vísbendingar, en það sem er raunverulegt er ekki endilega pólitískt gott og því ekki sjálfgefið að það sé sú staðreynd sem fólk fær að vita. Sem dæmi má nefna það að síðast er ég vissi til voru sjálfar Sameinuðu Þjóðirnar með Afghanistan á því hættustigi, sem þar á bæ er kallað stig 3 (Phase III) sem þýðir það í raun að allt starfslið SÞ eigi að vera einhversstaðar annarsstaðar en í Afghanistan (stigin eru 5 þ.e. Phase I - V: Ísland er á "No Phase). Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fara eftir því sem þetta stig segir því SÞ þarf, lífsnauðsynlega, að vera að störfum í landinu (hefur með tryggingar og annað slíkt að gera). Svo væri að sjálfsögðu hægt að spyrja sjálfan sig þeirrar spurningar hverju utanríkisráðuneytið fer eftir þegar það metur ástandið í löndum eins og Afghanistan eða hvort það sé í raun ekkert metið sjálfstætt heldur bara tekið við gögnum annarsstaðar frá eins og t.d. NATO, BNA eða SÞ? Hvernig er svo lagt mat á þau gögn?
Það er engin leið að meta ástand, á svona svæðum, svo vel sé og að hægt sé með góðu móti og sannfæringu að segja að hlutirnir séu í lagi og engin ástæða til að óttast um öryggi fólks á svæðinu. Svo einfalt er það nú bara. Þarna er ekki verið að há "hefðbundið stríð" heldur eru hermenn og öryggissveitir, sem þurfa að fara að alþjóðlegum lögum og reglum, að berjast við skæruliða (marga hverja afar vel þjálfaða - hjá þeim sömu löndum sem þeir eru að berjast gegn) sem engar reglur þurfa að virða og hafa ekkert annað að markmiði í lífi sínu en að drepa eins marga "trúleysingja", sem ráðist hafa á heilagt land þeirra og saurgað, eins og þeir mögulega geta. Þar ráðast þeir, að sjálfsögðu, á garðinn þar sem hann er lægstur og auðveldast fyrir þá að valda ótta og mannskaða.
Bendi þeim sem frekari áhuga hafa á að lesa bók sem Peter L. Bergen skrifaði og gaf út 2001 (stuttu eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York) "Holy War Inc. - Inside the Secret World of Osama Bin Laden" (ISBN 0-297-82912-2).
![]() |
Þrettán Íslendingar við störf í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.7.2007 kl. 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 18:44
"Ég tala nú ekki um...
...lög sem eru á forræði annarra", sagði Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra ríkisstjórnar Íslands.
Ég tala ekki um neitt! Ég get ekki tjáð mig um málið! Þetta er ekki á mínu forræði! Ég hef ekki kynnt mér málið! Ég hef nú ekki myndað mér skoðun á þessu máli eða nokkru öðru máli yfirhöfuð! Ég er stjórnmálamaður, ég hef ekki skoðanir, orð mín skulu ekki túlkuð á einn eða neinn hátt, það sem ég segi meinti ég ekki eins og ég sagði það, þó ég steli þá skiptir það ekki máli því ég verð bara náðaður og sest aftur að kjötkötlunum...
Fólk er fífl...
![]() |
Björn Bjarnason: Taka þarf vinnureglur til endurskoðunar" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 18:36
"Bezti vinur...
...viðskiptamannsins" sagði Björgólfur Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið sunnudaginn 16 febrúar 2003 (B blað bls. 2) en síðan eru liðin mörg ár.
Orðrétt er haft eftir honum, einum ríkasta manni Íslands og þó víðar væri leitað, í viðtali sem Freysteinn Jóhannsson tók við hann "Við viljum geta boðið upp á meira vöruúrval fyrir viðskiptavininn; heildarlausn á fjármálum hans. Bankinn á að vera bezti vinur viðskiptamannsins. Og samkeppnin á að tryggja hann".
Hvað hefur breyst síðan 2003? Hvar er samkeppni bankanna á lánamarkaði? Hvar er samkeppni bankanna um sparifé landsmanna? Hvar er samkeppni bankanna á íbúðalánamarkaði? Hvar nýtur viðskiptamaðurinn góðs af taumlausum gróða fjármálastofnananna þar sem vextir eru hvergi hærri af útlánum, húsnæðislánum, neyslulánum, yfirdrætti o.s.frv. Hverju hefur einkavæðing ríkisbankanna skilað þorra þjóðarinnar? Hefur einhver skoðað það af alvöru?
Ég bara spyr...
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2007 | 18:24
Sýnir þetta ekki...
...án þess að um verði villst að það BORGAR SIG ALDREI að hafa öll eggin í sömu körfunni. Nokkurra tugþúsunda tonna niðurskurður á þorskkvóta og við horfum upp á 1% minni hagvöxt, heilu byggðalögin úti á landi í uppnámi vegna ónógrar atvinnu o.s.frv.
Er ekki rétt að hætta þessum slökkviliðsaðgerðum í eitt skipti fyrir öll og fara að einbeita sér að forvörnum, með því að laða hingað erlent fé og fyrirtæki (frændur vorir Írar gátu það), til koma í veg fyrir þessa bruna í hagkerfinu?
Ég bara spyr.....
Bankarnir náttúrulega græða sem aldrei fyrr á því að færa til pappíra frá A til B!!
![]() |
Skerðing á þorskkvóta gæti þýtt 1% minni hagvöxt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.7.2007 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)