Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Göfugt...

...markmið, í sjálfu sér, en jafnframt er kristaltært að meira þarf til að koma til aðstoðar heimilunum í landinu þ.a. fleiri heimili lendi ekki í þeirri stöðu að verða í hópi þeirra "verst stöddu". 

Þannig er nefnilega mál með vexti að þær aðgerðir, sem þegar hefur verið gripið til og stendur til að grípa til, þ.e.a.s. skattahækkanir (þ.a.l. lægri ráðstöfunartekjur), launalækkanir (opinberra starfsmanna skv. nýju boðorði fjármálaráðherra), auknar álögur á matvöru (sykurskattur o.fl.), áfengi, tóbak, bensín o.fl. (sem allt hefur áhrif til hækkunar verðtryggðra lána vegna beinna áhrifa á vísitölur) leiða allar saman að sama punkti þ.e. lægri ráðstöfunartekjum heimilanna, sem aftur veldur því að heimilin í landinu eiga sífellt erfiðara og erfiðara með að greiða af skuldbindingum sínum, sem aftur stækkar, smátt og smátt, hóp þeirra "verst stöddu".

Ég hvet fólk til að kynna sér tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna (www.heimilin.is) og talsmanns neytenda (www.talsmadur.is).

Að síðust hvet ég þá, sem nenntu að lesa aulahagfræðina mína hér að ofan að kynna sér vel vefsíðu Jóhannesar Björns www.vald.org og lesa þar bókina "Falið vald".  Það vill reyndar svo skemmtilega til að ég sá um daginn, í bókabúð MM á Laugavegi að nýbúið er að endurútgefa þessa gríðarlega merkilegu bók!


mbl.is Frekari aðgerðir vegna skuldsettra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta...

...hluti af skjaldborginni, sem núverandi ríkisstjórn ætlaði að slá utan um fjölskyldur og heimili þessa lands?  Fólk bíður enn í ofvæni eftir því hvað verði gert til að rétta hlut þeirra, sem ekkert hafa haft með það að gera að landið er komið á hliðina og lán þess í hæstu hæðir. 

Á meðan beðið er sjá sömu einstaklingar aðgerðir ríkisstjórnarinnar - hækkun á olíugjaldi, hækkuð álagning á áfengi og tóbak (svo sem ekk mikið að því enda hvorutveggja óhollt), hugmyndir um sykurskatt og þar fram eftir götunum.  Reiknaðar hækkanir eiga að skila einhverjum "hagnaði" í ríkissjóð, sem mér finnst afar varlegt að áætla í núverandi umhverfi því allmargir Íslendingar stefna hreinlega í greiðsluþrot nú eða greiðsluverkföll!  Þá má heldur ekki gleyma því að allmargir Íslendingar hafa orðið fyrir gríðarlegri kaupmáttarrýrnun auk þess sem innkoma mjög margra fjölskyldna er algerlega brostin.  Það er því afar mikil bjartsýni að áætla að slíkar aðgerðir, sem núverandi ríkisstjórn hefur gripið til, komi til með að skila einhverju, sem máli skiptir, í ríkissjóð.

Það er grátlegt að sömu "fjármálavitringar" og ráðlögðu fólki að taka gjaldeyrislán, kúlulán og hvað þetta drasl nú heitir allt saman skuli nú ráðleggja hinum sömu að slíta hjónaböndum sínum þ.a. að viðkomandi geti - því miður á óheiðarlegan hátt - náð sér í auknar tekjur úr ríkissjóði!!!  Enn eitt dæmið um óheiðarleikann í íslenskum fjármálaheimi!!!!!

 


mbl.is Segir fólki ráðlagt að skilja á pappírum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já...

...dýralæknaskipti höfð á Alþingi.
mbl.is Árni aftur í dýralækningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju...

...ekki strax?  Af hverju að bíða, draga lappirnar, og framkvæma svo einfaldar breytingar að fækka ráðherrum úr tólf í níu í áföngum?

Neðst á bls. 16, í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, í kafla, sem ber yfirskriftina "Stjórnkerfisumbætur" segir m.a: "Lögð er til í þessu skyni fækkun ráðuneyta í áföngum úr tólf í níu, ný forgangsröðun þar sem þess er þörf og breytt verkaskipting þar sem færð eru saman verkefni til að ná sem mestum samlegðaráhrifum.  Lögð er áhersla á vandaðan undirbúning breytinganna.  Verkefnisstjórnun er á hendi forsætisráðherra." 

Svo mörg voru þau orð um fækkun ráðuneyta og ég spyr enn og aftur: Af hverju ekki strax?  Til hvers að bíða og framkvæma þetta í áföngum? 

Ég hef afar takmarkaða trú á því að þessir tveir flokkar, sem verið hafa í stjórnarandstöðu í allmörg undanfarin ár, hafi ekki mótað sér ákveðnar skoðanir á umfangi stjórnsýslu hins opinbera og hvernig henni væri best fyrir komið, m.a. með fækkun ráðuneyta, ráðherra og ráðuneytisstjóra! 

Það sem m.a. verður að skoða í þessu samhengi öllu er að með núverandi skipan ráðuneyta þ.e. tólf í stað níu eða jafnvel sex er verið að skapa atvinnustjórnmálamönnum (og jafnvel einhverjum einstaklingum sem aldrei hafa lagt verk sín í dóm kjósenda eða verið kosnir til þjónustu við almenning) rétt til biðlauna þegar og EF einhverntíma kemur til fækkunar ráðuneyta, sem ég - illu heilli - leyfi mér að efast um að komi til framkvæmda fyrir lok núverandi kjörtímabils, hvort sem það verður fjögur ár eða skemur.  


mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þinn tími...

...er kominn Jóhanna og fjölskyldur þessa lands bíða enn eftir "SKJALDBORGINNI" sem slá átti utan um þær!

Þann 29. janúar s.l. benti ég líka á þá staðreynd að þinn tími væri kominn Jóhanna en síðan þá hef ég EKKERT séð grynnka á skuldum mínum né minna nánustu!  Þær hafa frekar hækkað, ALLAR, ef eitthvað er!! 

Ég hef EKKERT séð gerast í því að koma böndum á þá sem sigldu hér allt í kaf!  Þar hefur frekar borið á því að fleiri fréttir berist af sukki og svínaríi sbr. arðgreiðslur þær sem stjórn HB Granda huggðist greiða eigendum sínum, vegna frábærrar stöðu fyrirtækisins, rétt í kjölfar þess að ASÍ var búið að hvetja til þess - og samþykkja - að samningsbundnum hækkunum launa, ÞEIRRA LÆGST LAUNUÐU, yrði frestað!!

Ég minni á að rétt um mánuður - um 30 dagar af þeim 80 sem þú og þín ríkisstjórn ætluðuð ykkur til að koma hér öllu í lag - er eftir til kosninga!

Þjóðin bíður enn Jóhanna!  Heimsbyggðin bíður enn Jóhanna!

Enn og aftur óska ég þér velfarnaðar á þeirri braut sem þú lagðir út á í byrjun árs og enn sér ekki fyrir endann á.  Ég bíð enn eftir KRAFTAVERKUM!

Ég minni þig enn á orð þín Jóhanna:

"MINN TÍMI MUN KOMA" en þó kannski frekar á þá einföldu staðreynd að sá tími er hér og nú!!!

PS. ég veit að ég er óvæginn í því sem ég rita hér að ofan en málið er einfaldlega þannig að ég, líkt og margir aðrir þegnar þessa lands, hef varla efni á að bíða lengur, hvað þá að taka á mig frekari skuldbindingar til að bjarga "AUÐMÖNNUM" þessa lands, hvorki í formi hækkaðra skatta né lækkaðra launa til viðbótar við hækkanir allra vísitalna og lána í kjölfar þess!!!


mbl.is Hafnar flatri niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðlaun...

...upp á 44 milljónir á sama tíma og skera þarf niður í löggæslu á höfuðborgarsvæðinu um 50 - 70 milljónir, skera þarf niður í heilbrigðisþjónustu, velferðarkerfum hverskonar o.fl, o.fl.

Við þessar 44 milljónir bætast svo biðlaun fyrrverandi ríkisstjórnar mínus Björgvin G. Sigurðsson, sem afsalaði sér biðlaunum sínum.

Vissulega "réttindi" þessa fólks og skv. lögum en hvar er "réttlætið" og "siðferðið" í og á bak við þetta allt saman?  Spyr sá sem ekki veit enda kannski lítið farið fyrir "siðferði" stjórnmálamanna á Íslandi - sennilega frá upphafi vega.

Á sama tíma segja þessir háu (ráð)herrar fólkinu í landinu (lesist okkur öllum hinum) að við þurfum að herða sultarólina þ.a. hægt verði að borga himinháar skuldir fjárglæframanna og gullkálfsdansara hverskonar.

Sannfærandi málflutningur - eða hvað?


mbl.is Biðlaunin áætluð 44 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom...

...að því.  Ísland er komið á lista með vanþróuðustu ríkjum veraldar.  Ísland er komið á lista með ríkjum sem gengið hafa í gegnum blóðugar borgarastyrjaldir.  Ísland er komið á lista með ríkjum hvar pólitísk spilling er hvað alvarlegust í veröldinni.  Ísland er komið á lista með ríkjum sem stunda kosningasvindl í stórum stíl. 

ÖSE fer, nánast undantekningarlaust, ekki til kosningaeftirlits nema ofangreindar ástæður liggi að baki.  Þannig hefur kröftum stofnunarinnar ekki verið sóað í "svokölluð" lýðræðisríki þar sem talið hefur verið að pólitísk spilling þrifist illa eða ekki.

Það er þarna einnig í fréttinni afar athygliverður punktur á þá leið að íslenskar reglur um aðgang kosningaeftirlitsmanna séu ekki í samræmi við reglur ÖSE, frá 1990, um sama!!

Ég hripaði niður smá punkta um sama efni þann 25. febrúar s.l. en þá var frétt, á mbl.is, þess efnis að ÖSE væri að skoða þann möguleika að koma hingað í kosningaeftirlit.  Bloggfærsluna má lesa hér.  Nú er þessi "möguleiki" að verða að "veruleika".

Enn og aftur til hamingju Ísland!!


mbl.is Eftirlitsmenn fari til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því er...

...lokið. 

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, vegna komandi Alþingiskosninga er nú lokið.  Það verður að segjast, alveg eins og það er, að kosningaþátttakan var afar dræm t.a.m. í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi (Kraganum) þar sem ég bauð mig fram.  Endurnýjun hefur ekki orðið mikil á listum flokksins á landsvísu sem ég því miður held að eigi eftir að koma flokknum í koll í komandi kosningum til Alþingis.  Guðbjörn Guðbjörnsson félagi minn og vinur ritaði ágætis færslu um þetta á sínu bloggi í dag.

Það er skemmst frá því að segja að ég, líkt og félagi minn og vinur Guðbjörn, tapaði með "glæsibrag"!  Smile

Ég ákvað það, um leið og ég ákvað að taka þátt í þessu prófkjöri að halda kostnaði við kynningar á sjálfum mér í algjöru lágmarki.  Ég ákvað það líka, líkt og Dögg Pálsdóttir, að gefa upp til almennings hver kostnaðurinn yrði og geri ég það hér með:

Kostnaður minn vegna þátttökunnar í þessu prófkjöri var kr. 50.000,-

Þessi kostnaður er tilkominn vegna þátttöku í vefsíðunni www.profkjor.is, prentunar á kynningarriti í kjördæminu, þátttaka í sameiginlegum framboðsfundum og tölvupóstsending til flokksbundinna Sjálfstæðismanna sem skrifstofa flokksins sá um.

Ég ákvað það, um leið og ég ákvað að gefa kost á mér í þessu prófkjöri, að opna ekki kosningaskrifstofu, prenta ekki neitt kynningarefni um mig sérstaklega, standa ekki að neinum úthringingum og setja ekki neinar auglýsingar í blöð, sjónvarp eða netmiðla.  Það eina sem hefur birst, þar sem ég hef verið kynntur er sameiginlegt blað sem gefið var út af kördæmisráði Sjálfstæðisflokksins (sjá kostnað hér að ofan) og sérstök útgáfa af blaðinu Garðar sem gefið er út af Sjálfstæðisfélaginu í Garðabæ. 

Ég þakka sérstaklega öllum þeim sem kusu mig í þessu prófkjöri og sýndu með því trú sína og traust á mig!


Í fyrsta sinn...

...sem Ísland fær heimsókn frá ÖSE í aðdraganda kosninga.  Í kjölfarið tekur ÖSE svo ákvörðun sína um hvort fylgjast eigi með kosningum hér á landi!

Þetta eru grafalvarlegar fréttir ofan í allt sem á undan er gengið!!

Til hamingju Ísland með að vera komið á blað með gjörspilltum ríkjum þriðja heimsins og víðar.  Til hamingju Ísland með að vera komið á blað með ríkjum, um víða veröld, sem hrunið hafa í blóðugar borgarastyrjaldir með þeirri eymd, örbirgð og mannlegu harmleikjum sem slíku fylgir.

Gæti það hugsanlega, mögulega, kannski verið að það sem Davíð Oddsson sagði í Kastljósi í gær, þar sem hann ýjaði að óeðlilegri fyrirgreiðslu, sem m.a. ýmsir stjórnmálamenn hafi fengið innan hins nú hrunda bankakerfis, sé allt saman satt og rétt?

Rétt er að spyrja að leikslokum!  Þá, vonandi, kemur hið sanna og rétta í ljós! 

Til hamingju Ísland!!


mbl.is Fulltrúar ÖSE væntanlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helv...

...sárt að þurfa, komi til þess, að greiða allar þessar milljónir í skatta af einhverju sem ekkert er núna!!! 

Það hefði, kannski, betur farið á því að menn hefðu farið örlítið hægar yfir.  Segir ekki einhversstaðar að kapp sé best með forsjá??


mbl.is Magnús krafinn um tæpan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband