Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Davíð er...

...bara flottastur!!!

Segðu okkur núna af hverju Bretarnir skelltu Landsbankanum undir hryðjuverkalög!  Við þurfum að fá að vita þetta svo hægt sé að hreinsa almennilega til í sukkinu hérna og fara að byggja upp aftur.  Þú veist þetta og miklu, miklu meira til - ÚT MEÐ SPROKIÐ.

ÞINN TÍMI ER NÚNA!!!


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum...

...datt það í hug að 80 daga ríkissstjórnin, sem hér komst á, í kjölfar "Búsáhaldabyltingarinnar" svokölluðu myndi áorka einhverju sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar hefði ekki getað áorkað? 

Er einhver Íslendingur svo vitlaus að halda það að það ástand sem nú er uppi sé eitthvað betra en það sem var fyrir ríkisstjórnarskiptin?


mbl.is Harma innantóm loforð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur ekki...

...hvað?  Verið lengi án stjórnar?  Halló?

Er þetta ekki eftirlitsstofnun, sem vinnur skv. lögum?  Er henni ekki ætlað að hafa eftirlit með því að fjármálastofnanir vinni innan ramma þeirra laga og reglna sem þeim eru settar?  Er stofnunin ekki þar með orðin svipuð t.d. skattrannsóknarstjóra, tolli, lögreglu, samkeppniseftirliti og öðrum slíkum eftirlitsstofnunum hins opinbera, sem ætlað er að tryggja jafnræði þegnanna, koma í veg fyrir brot og rannsaka brot komi þau upp?

Hvern fjandann er slík stofnun að gera með stjórn?  Hvert er hlutverk slíkrar stjórnar, annað en að þiggja einhverjar grilljónir í laun á ársgrundvelli af skattpeningum almennings og vera skálkaskjól stjórnmálaflokka til að koma sínu fólki að?

Hér ætti að vera nóg að vera með forstöðumann, sem heyrði beint undir viðeigandi fagráðuneyti svipað og lögregla heyrir undir dómsmálaráðuneyti, tollur og skattrannsóknarstjóri undir fjármálaráðuneyti o.s.frv...  Eða hvað??


mbl.is Hugmyndafræðin var röng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er...

...hennar tími loksins kominn??

Það er alveg ljóst að ALLIR Íslendingar munu fylgjast afar náið með störfum Jóhönnu í nánustu framtíð.  Ljóst má einnig telja að stór hluti heimsbyggðarinnar muni einnig fylgjast með því sem hér mun gerast næstu vikurnar.

Það er klárt að hún er ekki öfundsverð af hlutskipti sínu um þessar mundir!

Ég, fyrir mitt leyti, óska henni alls hins besta, sem og þjóðinni allri!!

Að lokum vitna ég í orð Jóhönnu sjálfrar:

"MINN TÍMI MUN KOMA!!"


mbl.is Jóhanna vekur heimsathygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað breytir...

...einhverju ef eitthvað breytist þá á annað borð.  Í þessari frétt er mikill fróðleikur og sennilega líka sannleikur um ástand mála t.d:

"Hann [Chris Turner hjá ING] segir að fjármálamarkaður horfi einkum á þá hættu, sem talin er vera á lánveitingum til Íslands og bati sé ekki í sjónmáli þrátt fyrir aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslenskum efnahagsmálum."

Nokkru síðar segir m.a:

"Fram kemur að fjárfestar séu afar tortryggnir í garð íslenskra stofnana eftir bankahrunið, sem varð í október en margar fjármálastofnanir hafa tapað miklu fé á falli bankanna.  Þetta leiðir til þess, að lítil sem engin alþjóðleg viðskipti eru með krónuna."

Og:

"Afar fáir bankar vilja taka lánaáhættu gagnvart íslenskum bönkum eins og stendur," segir Turner.  "Þetta kemur í veg fyrir að krónumarkaður myndist utan Íslands."

Og enn nokkru síðar: 

"Alþjóðleg matsfyrirtæki lækkuðu lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins verulega á síðasta ári.  Haft er eftir Michael Ganske, sérfræðingi hjá Commerzbank, að veikindi íslenska forsætisráðherrans og nýjar kosningar bæti ekki úr skák.  Og þótt ekki sé hægt að segja að íslenska ríkisstjórnin hafi verið sérlega farsæl muni þessir atburðir enn auka á óstöðugleikann."

Vonandi verður allt í lagi þegar fer að sjá út úr öldudalnum þó útlitið sé vissulega afar dökkt, nánast kolsvart.  Ég tel þó næsta víst að það ástand, sem er og hefur verið að skapast í íslenskum stjórnmálum þar sem m.a. má sjá ákveðna stjórnarflokkaþingmenn í stjórnarandstöðu, komi til með að dýpka þessa "kreppu" enn frekar og snarauka á þau vandræði sem við okkur blasa.

Með þessu er ég ALLS EKKI að verja aðgerðir (eða kannski öllu heldur aðgerðarleysi) stjórnvalda enda gengur ekki til lengdar að stjórna með aðferðinni "flýtur á meðan ekki sekkur" eða eins og gjarnan er sagt á fínni útlensku "laissez faire".  Sitthvað um laissez faire stefnuna má lesa hér.

Hér má heldur ekki gleyma hugmyndunum um hinn frjálsa markað (e. free market) en lesa má eitt og annað um hann hér.  

Lýtur allt rosalega vel út á prenti, nákvæmlega eins og svokallaðar "vinstri stefnur" t.d. kommúnisminn.  Það sem hinsvegar gleymist, í öllum þessum "stefnum" - sama í hvað áttir þær virðasta benda - er sú staðreynd að maðurinn býr yfir miklu magni af allskyns löstum, t.d. græðgi, ranglæti, óhófi, grimmd, hefnigirni og undirferli, svo eitthvað sé nefnt.  Mannskepnunni virðist það miklu tamara að temja sér lesti umfram dyggðir s.s. samkennd, réttlæti, hóf, heiðarleika o.s.frv.

Við búum ekki í fullkomnum heimi og munum sennilega aldrei gera en við gætum komist ansi nálægt því ef við temjum okkur dyggðir, góða siði og heiðarleika í samskiptum við alla menn. 

Ef einhverntíma er rétti tíminn til að staldra við og líta til baka yfir farinn veg með það að markmiði að laga það sem aflaga fór þá er sá tími núna.

Lesið einnig www.vald.org

Að síðustu ættu allir Íslendingar, einmitt núna, að lesa "Dýrabæ" (e. Animal Farm) eftir George Orwell.  Lesa má um bókina og hugmyndirnar, sem settar eru fram í henni, hér.


mbl.is Stjórnarskipti breyta engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt lýðveldi...

...er hreyfing sem stofnuð hefur verið til að hrinda í framkvæmd byltingarkenndum hugmyndum á íslensku stjórnarfari.  Hugmyndum sem myndu, ef þær næðu fram að ganga, gera það að verkum að stjórnskipan landsins og vald hverskonar yrði í þá veru sem best þekkist í lýðræðisríkjum allt í kringum okkur.

Ég hvet alla þá, sem lesa þetta, að kynna sér málið nánar á vefsíðu hreyfingarinnar www.nyttlydveldi.is þar er jafnframt hægt að setja nafn sitt á undirskriftalista til stuðnings hreyfingarinnar.


Tær snilld...

...á bloggsvæði Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Mannamál, á visir.is (http://blogg.visir.is/mannamal/)

"Eflaust telst það afrek nokk
í opinberum geira
að sitja af sér fokking fokk
og fokka bara meira."

Þessa og ýmsar aðrar, stórskemmtilegar, vísur um efnahags- og stjórnmálin á Íslandi er að finna á vefnum (http://blogg.visir.is/mannamal/?page_id=93).

"Helvítis fokking, fokk."...


Ofan koma af...

...fjöllunum??

Þetta er nú sá árstími að þeir eiga að vera farnir aftur til fjalla, sem ollu óskunda og búsifjum fyrir jólin...


mbl.is Guðlaugur kemur af fjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ganga ekki á...

...faglegan heiður sinn í ræðuhöldum á opnum borgarafundi!!

Hvað á ráðherra í ríkisstjórn Íslands við með þessum orðum? 

Af hverju þurfti Ingibjörg Sólrún að ráða Sigurbjörgu heilt varðandi ræðu hennar?

Af hverju þurfti Sigurbjörg að nálgast ræðu sína af varfærni að mati Ingibjargar Sólrúnar?

Af hverju ætti Sigurbjörg að vera í hættu með að ganga á faglegan heiður sinn með því að tala á opnum borgarafundi?

Þessum og fleiri spurningum þarf Ingibjörg Sólrún að svara!!


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík, Ísland...

...Riga, Lettland!!

Er það bara ég eða er eitthvað líkt með ástandinu í þessum tveimur löndum?

"Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur veitt Lettlandi lán að andvirði 7,5 milljarða evra. Þing landsins hefur samþykkt sparnaðaraðgerðir, hækkað skatta og minnkað ríkisútgjöldin verulega, meðal annars lækkað laun ríkisstarfsmanna um allt að 15%. Vaxandi verðbólga og atvinnuleysi hefur kynt undir gremju landsmanna. Margir kenna stjórn mið- og hægriflokkanna um efnahagskreppuna."


mbl.is Óeirðir vegna kreppu í Riga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband